Mokveiði hjá Rauðu netabátunum ,2016
Eins og greint var frá hérna á síðunni um góðan netaveiði afla hjá Guðjóni Bragasyni skipstjóra á Steina Sigvalda GK þá hefur hans góða veiði dregið hina bátanna 2 sem Hólmgrímur gerir út.
Segja má að með því að allir þessir þrír bátar Steini Sigvalda GK , Maron GK og Grímsnes GK séu komnir vestur þá sé útgerðarmaðurinn Hólmgrímur svo til að fara á æskuslóðir því hann gerði út báta í mörg ár frá Þingeyri sem hétu Tjaldanes ÍS , og kom hann suður til Sandgerðis á vertíð með bátanna,
Allavega vekur þetta ansi mikla athygli að allir þessir þrír bátar séu komnir vestur til netaveiða enn það er mjög svo sjaldgjæft að netabátar séu á veiðum fyrir vestan,,
og aflinn já er ansi góður. og já má eiginlega segja að mokveiði sé hjá þessum bátum
núna er Maron GK komin með 84 tonn í 13 róðrum
Grímsnes GK 96 tonn í aðeins 8 róðrum
og Steini Sigvalda GK 130 tonní 15
( það má reyndar geta þess að þetta eru ekki endanlegar aflatölur því réttar tölur eiga eftir að koma við endurvigtun)
róðrarnir hafa verið stórir hjá bátunum
Maron GK hefur komist í um 16 tonn
Grímsnes GK í um 23 tonn
Steini Sigvalda GK í um 20 tonn
þegar október verður búinn þá verða allir þessir þrír bátar komnir með yfir 100 tonna afla og það er nú fjandi gott í október og má búast við að aflinn hjá þessum þremur rauðu bátum verði hátt í 400 tonn núna í október
Maron GK og Steini Sigvalda GK á Flateyri. Mynd Flateyrarhöfn
Grímsnes GK mynd Tryggvi Sigurðsson