Mokveiði hjá Saxhamri SH, "Bara meira bundið"
Þá er nýjasti dragnótalistinn kominn hérna á Aflafrettir og það fer ekkert á milli mála
að veiðin hjá bátunum var feikilega góð, því að 21 bátur náði yfir 100 tonnin,
nokkuð margir bátur voru á veiðum fyrir vestan og einn af þeim var einn stærsti dragnótabáturinn,
Saxhamar SH.
Saxhamar SH lenti heldur betur í moki í síðustu tveimur róðrunum sínum, enn þá var báturinn að veiðum fyrir vestan,
þeir komu til Bolungarvíkur fyrst með um 63 tonna afla sem fengust í 4 köstum, eða um 15,7 tonn í kasti.
í næsta róðri þá fóru þeir út frá Bolungarvík og lentu í enn meira moki
og komu til Rifs með fullfermi eða tæp 72 tonn sem líka fengust í 4 köstum,
eða um 18 tonn í kasti,
Samtals var því Saxhamar SH með 134,6 tonn í aðeins 2 róðrum
Friðþjófur Sævarsson er skipstjóri á Saxhamri SH og sagði hann í samtali við Aflafrettir að það gerði brælu þarna fyrir vestan
og eftir hana þá var mokveiði hjá bátunum.
Þessi mikla veiði og ekki einungis hjá honum heldur hinum bátunum líka vekur upp spurningar því að núna er Hafró búinn að skera þorskkvótann
töluvert miðað við síðasta fiskveiði ár
og um þá skerðingu sagði Friðþjófur, " Maður getur ekki séð að hafi verið þörf á þessum skerðingum, allavega hefur bara aukist veiðin".
já og þar sem þessi mokveiði er á mánuði 1. á 12 mánaða fiskveiðiári þá setur þetta örugglega smá strik í útgerðarskipulag
og um það segir Friðþjófur " ætli verði ekki bara meira bundið"
Saxhamar SH mynd Vignir Bjarni Guðmundsson