Mokveiði hjá Sjöfn II NS
og meira um árið 1995.,
Vetrarvertíðin árið 1995 var gríðarlega góð og það kom ansi gott eða bara hreinlega algert mok í netin um miðjan mars
og aflatölurnar hjá bátunum eru vægast sagt rosalegar.
Kvótinn stoppaði bátanna
enn það gerði það að verkum að margir bátar stoppuðu veiðar eftir þetta mok og réru ekkert meira út mars. t.d Hafnarberg RE
sem landaði 130 tonn í 5 rórðum og stoppaði svo,
í Grindavík þá var líka þetta mok og þar var það sama að margir bátar stoppuðu veiðar eftir þetta mok
enn þó voru nokkrir bátar sem gátu róið út mars
Enn ekki alla báta
og einn af þeim var Sjöfn II NS 123.
Báturinn var gerður út frá Bakkafirði og byrjaði janúar á línu þaðan og var á henni líka í febrúar
bátuirnn kom til Grindavíkur í mars og þvílíkur mánuður sem þeir áttu.
Mánuðurinn byrjaði rólega 19,2 tonn í 5 róðrum
enn síðan varð allt vitlaust
því að í næstu 12 róðrum þá fór aflinn aldrei undir 10 tonn og 6 róðrar af þessum voru yfir 20 tonn.
mesta löndun 27,8 tonn.
til dæmis þá landaði Sjöfn II NS 78,8 tonn í 3 róðrum
Alls landaði Sjöfn II NS í mars 256,1 tonn í 18 róðrum eða 14,2 tonn í róðri sem er gríðarlega góður og mikill afli
Hérna að neðan má sjá aflann hjá Sjöfn II NS í mars árið 1995
Dagur | Afli |
3 | 2.7 |
5 | 4.5 |
6 | 2.8 |
7 | 4.4 |
8 | 4.9 |
9 | 10.1 |
10 | 24.3 |
11 | 26.5 |
14 | 27.8 |
15 | 16.2 |
16 | 19.1 |
17 | 17.1 |
18 | 17.4 |
23 | 22.3 |
24 | 21.2 |
25 | 22.2 |
27 | 5.5 |
28 | 6.9 |
Sjöfn II NS Mynd Tryggvi Sigurðsson