Mokveiði hjá Stamsundværing,,2018
Það er vel þekkt í gegnum sögu sjávarútvegs bæði á Íslandi og í Noregi að bátar koma oft á tíðum með ansi stórar landanir. fullfermi og skiptir þá ekki máli hversu stór báturinn er.
T.d núna í janúar þá hafa tveir 15 tonna bátar. Tryggvi Eðvarðs SH og Dögg SU báðir komið með yfir 18,7 tonn í einni löndun hvor bátur. og er það fullfermi og vel það.
Í noregi þá er netaveiði að komast í fullan gang og einn af þeim bátum sem eru á listanum bátar að 15 metrum er Stamsundværing N-72-VV. Þessi plastbátur er 14,96 metra langur og 4,1 metra breiður.
Er gerður út frá Stamsundi í Norður Noregi.
síðustu daganna þá hefur báturinn heldur betur mokveitt og komið í land með vægast sagt risalandanir,
fyrst kom báturinn með 8,5 tonn í land
síðan kom fullfermistúr 17,9 tonn
síðan annar stór túr 14,5 tonn
svo einn minni 8,7 tonn
síðan einn risastór eða 19,3 tonn
og að lokum 16,5 tonn
alls landaði því báturinn 85,4 tonnum í aðeins 6 róðrum eða 14,2 tonn í róðri.
Myndin sem er hérna að neðan þá sést báturinn koma með yfir 15 tonn í land í einni löndun
Stamsundværing Mynd Kai Nikoalsien
Báturinn tómur við bryggju. Mynd Frode Adolfsen