Mokveiði hjá Stapafelli SH í Faxaflóanum

Í september hvert ár þá opnast Faxaflóinn fyrir veiðar með dragnót.  


og áður fyrr þá voru reglur þannig að það mátti ekki vera misst mikið af þorski í aflanum

en árið 2020 þegar að Flóinn var opnaður þá var fellt niður þorsk hámarkið sem var.

Núna í ár þá eru  sex bátar komnir með leyfi til að veiða í Faxaflóanum
þeir eru
Siggi Bjarna GK
Benni Sæm GK
Ásdís ÍS sem hefur landað 13,9 tonn í einni löndun 
Matthías SH
Aðalbjörg RE 

og nýjasti báturinn er Stapafell SH,

Stapafell SH hét lengi vel Þorleifur EA, og þar á undan Hringur GK og Ásdís ST

Pétur Pétursson sem gerir út Bárð SH , ( litla og stóra ) keypti bátinn, því stóri Bárður SH er of langur til þess að 

geta veitt í Faxaflóanum. því bátarnir mega ekki vera lengri enn 24 metrar,, Bárður SH er 27 metra langur

Elli Bjössi Halldórsson er skipstjóri á Stapafelli SH og hann byrjaði fyrstur af bátunum á  og hefur i þremur róðrum landað núna

um 67 tonnum, og uppistaðan í þeim afla er þorskur, sem fer allur í vinnslu hjá Fiskkaup í Reykjavík,

stærsta löndun Stapafells SH er 28 tonn, og á myndinni hérna að neðan er báturinn að koma til 

Reykjavíkur með 28 tonn.

Vægast sagt mjög góð byrjun 





Stapafell SH með 28 tonna í bátnum  Mynd frá Ella Bjössa

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss