Mokveiði hjá Straumnesi ÍS ,,2018


á listanum bátar að 8 BT núna í janúar þá voru það strákarnir á Rán SH sem enduðu aflahæstir á þeim lista, enn þeir sem róa á Straumnesi ÍS frá Suðureyri komu þar á eftir í öðru sætinu.    Þeir Paul Fawcett og Patrekur   G Þórðarson áttu ansi góðan janúar og þeir áttu stærsta einstaka daginn í afla.

Þeir fóru út með 18 bala og eftir að hafa dregið einungis 13 bala þá var báturinn orðinn fullur af fiski og fóru þeir því í land með 3,9 tonn.  það gerir um 300 kíló á bala,

Fóru aftur úr og drógu restina.  5 bala og fengu á þá bala um 1380 kíló.  það gerir um 276 kíló á bala,

Alls gerði því þessi dagur 5,3 tonn á 18 bala eða 293 kíló á bala.  




Myndir Suðureyrarhöfn