Mokveiði hjá Surtsey VE 2,1981
Ég hef verið að leyfa ykkur að sjá aflatölur frá þeim mikla mánuði apríl árið 1981. Ég byrjaði á því að skrifa um trollbátinn Freyju RE sem heldur betur mokveiddi,
enn það var annar trollbátur sem mokveiddi líka þennan tiltekna mánuð og það sem meira er að minni munur á milli þess báts og Freyju RE er varla hægt að finna,
Þessi bátur hét Surtsey VE 2
Það er kanski doldið merkilegt við útgerð bátsins árið 1981 er að svo til eina tengingin við VEstmannaeyjar hafi verið það að báturinn var VE. Báturinn landaði mest öllum afla sínum í Þorlákshöfn og aflinn var hvorki unnin í Vestmannaeyjum eða í Þorlákshöfn, nei heldur var hann unnin í Hraðfrystistöðinni í Reykjavík. og það þýddi að ansi margir vörubílar hafi verið í akstri þarna á milli með fiskinn.
Kíkjum aðeins á þennan risamánuð sem að bæði Surtsey og Freyja RE áttu.
Þeir á Sturtsey VE voru ekkert að fara með hangandi haus út á sjóinn í fyrsta túr sínum því þeir komu með fullfermi eða 76 tonn strax þann 3 apríl.
Ekki veit ég hversu stór lestin var í Surtsey VE enn í næsta túr þá reyndi heldur betur á lestarrýmið því að báturinn kom með kjaftfullan bát eða 90 tonn að landi eftir um 3 daga á veiðum eða um 30 tonn á dag.
áfram hélt þessi mokveiði. báturinn kom eftir rúma 2 daga á veiðum með aftur fullfermi eða 73,5 tonn eða í kringum 30 tonnin á dag.
í fjórða túr þá kom báturinn aftur með kjaftfulla lestina eða 88,7 tonn eftir tæpa 2 daga á veiðum eða hátt í 45 tonn á dag,
Síðsti túr fyrir páskastopp var líka góður , 70,7 tonn eftir einungis einn og hálfan dag á veiðum eða um 47 tonn á dag,
Eftir stoppið þá kom báturinn með 69 tonn að land í einni löndun ,
síðsti túrinn var 55 tonn sem landað var 30 apríl,
Þegar upp var staðið þá endaði þessi mánuði hjá Surtsey VE 2 í 522,4 tonn í aðeins 7 róðrum eða 74,6 tonn í róðri
Freyja RE var ekki langt frá því að aflinn hjá henni var 525,2 tonn í 9 róðrum og munar þarna því ekki nema um 2,8 tonum á þessum tveimur tollaflaskipum í apríl árið 1981.
Surtsey VE hét þarna Stokksey ÁR á myndinni, Mynd Tryggvi Sigurðsson