Mokveiði hjá Tryggva Eðvarðs SH,,2017

Þeir stóðu sig vel strákarnir á Tryggva Eðvarðs SH núna í nóvember.  enduðu aflahæstir eftir mikinn slag við Fúsa á Dögg SU.


Núna í desember þá hafa þeir fiskað ansi vel og það vel að þeir náðu að fara á toppinn á listanum núna í desember báta að 15 tonn með um 70 tonn,

Þeir náðu toppnum eftir  mokveiði enn báturinn landaði alls 31,3 tonn í aðeins tveimur róðrum,

Fyrri túrinn var 15,3 tonn og sá seinni 15,9 tonn .

Gylfi S.Ásbjörnsson sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hafi verið með 48 bala og er því aflinn 331 kíló á bala í stærri róðrinum og 321 kíló í fyrri róðrinum.  

Gylfi fór ansi langt til að ná í aflann enn silgdi þvert yfir breiðarfjörðinn og er það um 5 klukkutíma stím og lagði línuna undir Látrabjarginu.  var hann eini báturinn frá Snæfellsnesinu sem fór þetta langt út að ná í aflann,

uppistaðan í aflanum var þorskur .




Tryggvi Eðvarðs SH mynd Jón Steinar Sæmundsson