Mokveiði hjá Valþóri GK í netin,,2018

Þegar ég var á bryggjunni í Sandgerði þá voru ekki bara dragnótabátarnir sem komu þar í land


netabáturinn Valþór GK kom líka og var hann að koma með ansi góðan afla í land

því að um borð voru 12,5 tonn sem fengust í aðeins 4 trossur. og var hver þeirra 10 neta.

Guðmundur Falk sagði í brúargluggasamtali við mig að það væri allt fullt af fiski þarna úti núna.  Hann fór reyndar fyrst og dró eina trossu útaf af Stafnesi og voru um 3 tonn í henni,

færði sig síðan svo til beint út frá Sandgerði þar sem hann var með hinar 3 trossurnar,

Nánar þá sagði Guðmundur   "var með eina við stafnes  tvær  út af másbúðarhólmanum  eina sunnan við Ölduduflið  og svo fimmtu  rétt sunnan við Sandgerði  dró fimm í dag  fékk aflan í 50 net  en á bara 40 úti núna"

Sagði Guðmundur að hann  hefði skilið eftir 4 trossur í sjó, enn núna væri kominn svo mikill fiskur að það þyrfti jafnvel að fara út með trossur leggja þær og láta liggja í sjó í nokkra klukkutíma og draga síðan aftur og draga þá í bátinn eins og það er kallað.

það má geta þess að í gær þá var Valþór GK með um 10 tonn og hefur því landað um 23 tonnum í aðeins 2 róðrum 

og já ef menn eru að spá  í útltinu á bátnum þá er planið að setja hann í slipp eftir vertíðina og lappa aðeins uppá hann