Mokveiði hjá Vestmannaey VE., 2018

Undanfarna vertíðir og þá  í mars mánuði þá hafa trollbátarnir Frosti ÞH og Steinunn SF slegist um að vera aflahæstir í þeim mánuði.  


í fyrra þá komst Frosti ÞH í yfir 1000 tonn á einum mánuði  og er það metafli á ekki stærri báti,

Núna þennan mars mánuð þá horfir þetta aðeins öðruvísi við því að bæði Steinunn SF og Frosti ÞH þurfa á horfa á eftir  áhöfninni á Vestmannaey VE sem eru að mokveiða núna í mars,

Þegar þetta er skrifað þá er Vestmannaey VE búinn að landa 674 tonnum í 8 róðrum og gerir það um 84 tonn í róðri,

Nýjsta löndun Vestmannaeyjar VE er hrikalega stór og í raun stærsta einstaka löndun bátsins frá því að báturinn var smíðaður,

því að uppúr bátnum komu 102,6 tonn eftir aðeins um 2 daga á veiðum.  gerir  það um 51 tonn á dag.  þetta er algjör mok og metafli og víst er að fiskur hafi verið settur svo til í öll rými í bátnum því lestin í bátnum tekur sirka um 90 tonn af fiski.  

athygli vekur að hluti af aflanum eða um 20 tonn voru ekin til vinnslu til Samherja á Dalvík.  ísprósetan var um 14,5 %


Vestmannaey VE Mynd Tryggvi Sigurðsson