Mokveiði hjá Vestra BA í mars 2004.

fyrir um 24 árum síðan þá komu til landsins 9 bátar sem allt voru samskonar bátar

þessi bátar voru allir smíðaðir í Kína og voru allir frambyggðir og flestir hannaðir fyrir dragnótaveiðar

bátarnir voru kallaðir kínabátarnir og reyndar urðu strax vandamál með bátanna því svo til allt glussakerfið í bátunum 

var ónýtt og þurfti að skipta um það í flest öllum bátunum .

Reyndar þá af þessum 9 bátum þá voru nokkrir sem aldrei fóru á veiðar á ÍSlandi

Þó er það nú þannig að einhver af þessum bátum var númer 1.  semsé fyrsti báturinn til þess að fara á veiðar

og það var 2463 , Vestri BA 63.  þessi bátur hóf veiðar í ágúst árið 2001.

og reyndar var það þannig að tveir svona bátar fóru til Patrekfjarðar, því hinn báturinn var Garðar BA 

Garðar BA var gerður út frá PAtreksfirði í rúm 2 ár, enn Vestri BA var gerður út til 2005 þegar báturinn var seldur

og heitir Vestri BA núna Matthías SH og hefur heitið því nafni síðan hann var seldur 2005.

ÞEgar báturinn hét Vestri BA þá gekk  honum mjög vel að veiða

og í mars árið 2004 þá mokveiddi báturinn  og varð næst aflahæsti dragnótabáturinn í mars árið 2004.

Heildaraflinn hjá Vestra BA var alls 362 tonn í 21 róðri eða 17,2 tonn í róðri,

öllum aflanum var landað á PAtreksfirði

Einungis Steinunn SH var með meiri afla eða 411 tonn.

hérna að neðan má sjá hvernig gekk 

enn ef við skoðum vikurnar þá lítur þetta svona út

Vika eitt frá 1 til 6 mars.  94,4 tonn í 5 róðrum 

Vika 2. var rólegt, aðeins 2 róðrar og aflinn 27,4 tonn,

Vika 3.  var góð, 103,3 tonn í 5 róðrum 

Vika 4.  83,7 tonn í 5 róðrum 

og síðasta vikan var 42,8 tonn í 3 róðrum 



Dagur Afli
1.3 16.80
3.3 12.08
4.3 20.41
5.3 26.21
6.3 18.90
8.3 19.20
10.3 8.24
14.3 14.10
15.3 20.58
16.3 25.79
17.3 27.19
18.3 15.58
22.3 25.61
23.3 10.63
24.3 19.52
25.3 17.82
27.3 10.16
28.3 10.73
29.3 20.64
30.3 9.24
31.3 12.91


Vestri BA mynd Þorgeir Baldursson