Mokveiði hjá Víkurröst VE, 2018

Undanfarin ár þá hefur á listanum bátar að 8 BT verið handfærabátur sem er gerður út frá Vestmannaeyjum verið oft ansi ofarlega á listanum þegar þessi bátur er gerður út,


Þessi bátur heitir Víkurröst VE og er gerður út af HH útgerð.  skipstjóri og eigandinn af bátnum er Haraldur Hannesson.

Núna í apríl þá hefur báturinn veitt mjög vel því að alls hefur báturinn kominn í 6 róðra og landað 20,6 tonnum eða 3,4 tonn í róðri,

Stærsti róðurinn hjá Víkurröst VE núna í apríl var fullfermi eða tæp 7 tonn og af því þá var þorskur um 6,4 tonn.  með honum í þessum róðri var sonur hans Baldur og hefur Baldur farið í fjóra róðra með honum,

það sem vekur athygli við þetta er að þessi afli er allur tekinn á handfæri.

Haraldur sagði í samtali við Aflafrettir að hann hafði keypt bátinn árið 2002 og hefur alltaf róið á handfærunum öll þessi ár sem hann hefur átt bátinn.

er hann með 6 rúllur um borð enn notar vanalega bara 5 rúllur. 

Allur aflinn af bátnum fór á markað og var Haraldur ekkert að ánægður með verðin, þau voru að hanga í þetta 220 til 240 krónur á kílóið.  


Haraldur er vanalega stýrimaður á loðnuskipinu Kap VE sem er gert út frá Vestmannaeyjum og notar tímann á milli þess að loðnuvertíð er lokið og þangað til makrílveiðin hefst til þess að róa á Víkurröst VE og klára kvótann sinn sem er um 54 tonn miðað við þorskígildi, reyndar af þeim kvóta er 20 tonn af ufsa og 6 tonn af karfa.

Miðað við þetta þá má reikna með að aflaverðmætið sé um 4,5 milljónir króna og það allt tekið á handfæri  þannig að ansi lítill hluti af aflaverðmætinu fer í veiðarfærin enda eru handfærin svo til hagkvæmasti útgerðarmátinn.

Ekki voru til myndir af bátnum með 7 tonnin, enn myndir er til að bátnum með rúm7 tonn sem voru teknar árið 2014.

Þess má geta að þessi róður er ekki stærsti róðurinn sem Víkurröst VE hefur gert því að árið 2016 þá kom báturinn með um 8 tonn að landi allt tekið á handfærin. efsta myndin hérna að neðan er tekinn af bátnum með 8 tonnin og hallaði hann þarna nokkuð í bakborða.






7 tonna róðurinn árið 2014 Myndir frá Haraldi Hannessyni