Mokveiði hjá Von BA 33 í júní árið 1999.
Hérna við hliðina er frétt um dragnótabátinn Haförn KE. í mars 1999,
sá bátur átti sér nokkra systurbáta og flestir af þeim voru á dragnótaveiðum.
einn af þeim var báturinn Reykjaborg RE. sá bátur var seldur árið 1998 til Patreksfjarðar
en þá voru eigendur af Reykjaborg RE að fá nýjan stálbát sem fékk sama nafn. sá bátur er til ennþá árið 2023
og heitir Leynir ÍS 16, enn hét lengi vel Arnþór GK (sknr 2325)
þegar að Reykjaborg RE var seldur til Patreksfjarðar árið 1998 þá fékk báturinn þar nafnið Von BA 33.
undir því nafni þá stundaði báturinn dragnótaveiðar og veiddi mjög vel.
þessi bátar Haförn KE og Von BA voru svokallaðir Vararbátar, en þeir voru smíðaðir á Akureyri, og þeir áttu það allir sameiginlegt
að hafa allir verið mjög fengsælir,
í júní árið 1999, þá mokveiddi Von BA á dragnótinni og svo vel að báturinn endaði í 7 sæti yfir aflahæstu dragnótabáta landsins í júní árið 1999.
allir bátar sem voru í 6 sætunum fyrir ofan voru stálbátar og miklu stærri enn Von BA.
En Von BA veiddi alls 141 tonn í aðeins 13 róðrum, sem gerir 12,8 tonn í róðri sem má segja að sé fullfermi í hverjum róðri,
stærsta löndun tæp 19 tonn
báturinn landaði öllum aflanum á Patreksfirði en þar voru nokkrir aðrir dragnótabátar til dæmis Hafsúla BA, Árni Jóns BA og Vestri BA enn
Von BA stakk þá alla af í afla í júní árið 1999.
Ég vil svo minna á að fara og gera könnun ársins 2023 sem er í gangi á Aflafrettir.is
Dagur | Afli |
1.6 | 4.4 |
3.6 | 10.2 |
8.6 | 7.7 |
11.6 | 7.2 |
12.6 | 14.3 |
14.6 | 18.8 |
17.6 | 9.5 |
19.6 | 16.5 |
21.6 | 10.9 |
24.6 | 14.0 |
25.6 | 8.9 |
28.6 | 5.8 |
30.6 | 13.4 |
Von BA mynd Níels Adolf Ársælsson