Mokveiði í dragnót hjá Osvaldson,2016

Hérna á síðunni eru við farinn að fylgjast nokkuð vel með ansi mörgum bátum og skipum frá Noregi.  við höfum norsk uppsjávarskip, norska línubáta, norska 15 metra báta og norska frystitogara.


Mér var bent á einn bát í Noregi sem gerir út á Dragnót og þar um borð er íslensku skipstjóri sem heitir Friðmundur Guðmundsson.  Báturinn sem hann er skipstjóri á heitir Osvaldson.  Friðmundur hefur verið skipstjóri á Osvaldson í 4 ár og hefur fiskað ansi vel á þeim árum.  
Hann er ekki eini íslendingurinn um borð, því að vélstjórinn er íslenskur og einnig 2 hásetar. auk þeirra eru 2 norðmenn um borð.  

Nokkuð sérstakt er að margir dragnótabátarnir í Noregi nota nótabúnað til þess að taka dragnótina um borð í bátinn.  Enn á íslandi eru allir dragnótabátarnri með tromlu.

Osvaldson hóf veiðar í ár þann 23 janúar og janúar var frekar rólegur mánuður, um 91 tonn,

Núna það sem af er febrúar þá hefur Osvaldson mokveitt og landað 216 tonnum í aðeins 6 róðrum eða 36 tonn í róðri.  af þessum afla þá hefur ufsi verið uppistaðan í aflanum eða 155 tonn,

Þar sem enginn norskur dragnótalisti er í gangi á Aflafrettir.is þá mun Osvaldson verða settur á dragnótalistann með íslensku bátunum .

og er fyrsti listinn kominn þar sem að Osvaldson er með á listanum ,

hægt er að sjá listann HÉRNA


Osvaldson Mynd Bjoern Hansen.