Mokveiði í Noregi. 54 tonn á dag. ,2016

Var að birta lista númer 2 af norsku frystitogurunum og já ansi mikill afli strax kominn á land frá þeim skipum,


nokkur skipanna lentu í mokveiði.

t.d togarinn Tönsnes sem kom í land með 485,5 tonn eftir aðeins 9 daga á veiðum, það gerir um tæp 54 tonn á dag,
hjá togaranum þá var þorsku uppistaðan í aflanum eða tæp 400 tonn, um 55 tonn voru af ýsu.


Tönsnes Mynd Bjoern Hansen,


Togarinn var ekki sá eini sem var að fiska vel,

Togarinn Vesttind kom með 263,4 tonn eftir aðeins 5 daga á veiðum eða 52,7 tonn á dag 

og togarinn Rypefjord  kom með 269,4 tonn eftir 6 daga á veiðum eða tæp 45 tonn á dag,

Hjá öllum þessum þremur skipum var þorskur uppistaðan í aflanum.


Rypefjord Mynd Frode Adolfsen