Mokveiði tveggja báta á Grenivík.nóvember.1992.

Þá er fyrsti listinn yfir afla báta árið 1992, kominn og er það línubátar að 25 bt í nóvember árið 1992.



Mesta athygli þar vekur mokveiði hjá tveimur bátum frá Grenivík, sem báðir fóru ekki í marga róðra enn engu að síður þá

urðu þessir tveir bátar aflahæstir allra minni línubáta á landinu í nóvember árið 1992.

Þetta voru bátarnir Fengur ÞH sem ennþá er til árið 2022, og Olöf ÞH , með skipaskrárnúmerið 7257.  sá bátur er ekki til árið 2022, en hann var úrheldur árið 1995.

Fengur ÞH og Olöf ÞH réru báðir svo til sömu daganna í nóvember nema að Fengur ÞH fór einum róðri meira, og þessi eini róður sem þó var minnsti róðurinn 

hjá bátnum þá engu að síður þá gerði róðurinn það að verkum að Fengur ÞH var aflahæstur , en munurinn var sláandi lítill

aðeins 122 kílóa munur.

 Eigandi af Olöfu ÞH

Hérna að neðan þá sjást róðrarnir hjá báðum bátunum og eins og sést þá er þetta svo til kjaftfullur bátur sérstaklega hjá Olöfu ÞH í hverjum róðri.  

Enginn mynd fannst af Olöf ÞH, enn báturinn var gerður út af Hermanni Skírnir Daðasyni sem gerði síðan út bátinn Eið ÓF við góðan orðstír.

því miður þá fann ég engar upplýsingar um þennan bát sem að Hermann mokveiddi á þarna í nóvember árið 1992, það er að segja enga mynd af honum



Fengur ÞH Olöf ÞH
Dagur Afli Afli
3.11 4.13 6.16
6.11 9.97 9.26
12.11 2.38 3.05
17.11 7.31 4.81
23.11 7.54 7.97
24.11 5.06 6.61
28.11 5.44 5.39
30.11 1.36

Fengur ÞH Mynd Bjarni Gunnarsson