Mokveiðin á Patreksfirði í maí 1995.

Er að vinna í árinu 1995, 


og það ár var eitt stærsta árið varðandi rækjuveiðar á íslandi.  

enn önnur veiði var líka góð 

og í maí árið 1995 þá mokveiddu línubátar sem réru frá Patreksfirði snemma í mai og fram í miðjan maí,

þá var mokveiði á steinbít og skulum við aðeins líta á nokkra báta,

Árni Jóns BA 

Byrjun á listla bátnum Árna Jóns BA sem var 15,2 metra langur og 18 tonn af stærð.

Árni Jóns BA landaði 93,9 tonnum í 12 róðrum fram til 15 maí þegar hann hætti veiðum.

enn báturinn byrjaði á mokveiði því að í fyrstu þrem róðrunum þá landaði báturinn 41 tonni

og var stærsti róðurinn 15,1 tonn sem má segja að sé drekkhlaðinn báturinn.


Árni Jóns BA mynd  Sigurður Bergþórsson
 
 Brimnes BA

Næstur er Brimnes BA og er þessi bátur ennþá til á Patreksfirði árið 2020

Brimnes BA  átti rosalegan maí mánuð svo ekki sé meira sagt, því að báturinn landaði 166 tonnum í maí árið 1995 í 18 róðrum 

en þvílík byrjun var á bátnum 

því að í fyrstu 7 róðrum þá fór aflinn aldrei undir 10 tonn í róðri.  mest 20,8 tonn sem er drekkhlaðinn báturinn,

Var Brimnes BA  með 115,5 tonn í 7 fyrstu róðrunum eða 16,5 tonn í róðri.

Leyfi ykkur hérna að sjá aflann hjá bátnum 

Dagur Afli
2 17.3
3 20.8
4 19.4
5 15.9
6 16.9
7 13.1
8 11.9
Brimnes Mynd Bolli




Egill BA

 Næstur er Egill BA, þessi bátur hafði sknr 1611 og eyðilagðist í snjóflóðinu á Flateyri snemma á árinu 2020.

Báturinn mokveiddi eins og hinir í maí 1995 og landaði alls 106 tonnum í 12 róðrum 

í fyrstu 5 rórðunum  hjá bátnum þá fór aflinn aldrei undir 10 tonn

og landaði Egill BA 70 tonn í 5 fyrstu róðrunum eða um 14 tonn í róðri.  mest 16,4 tonn sem er fullfermi hjá bátnum ,

Hérna að neðan getið þið séð aflann 

Dagur Afli
2 14.2
3 14.1
4 16.4
5 12.7
6 12.7



Egill BA mynd Sigurður Bergþórsson

 Svo má bæta við

 Árið 2020 er til bátur sem heitir ÍSak AK,  árið 1995 þá hét þessi bátur Bensi BA 

og hann líka veiddi mjög vel í maí 1995.

var t.d með 44,1 tonn í 7 róðrum og mest 12,1 tonn í einni löndun