MOKVEIÐI hjá Tryggva Eðvarðs SH

í apríl og maí undanfarin 60 ár eða lengur þá hefur veiðin á steinbít við Vestfirðina iðulega verið feikilega góð


og þá helst hjá línubátunum.  

gríðarlega mikið magn af afltölum má finna um mokveiði á steinbít á þessum tíma og hérna á Aflafrettir hafa margar þeirra verið skrifaðar

Gylfi Scheving Ásbjörnsson skipstjóri á Tryggva Eðvarðs SH ásamt áhöfn sinni gerði risatúr á steinbítin núna í lok maí,

þeir fóru út frá Ólafsvík og silgdu beint yfir Breiðarfjörðin og lögðu eina lögn, 19.000 króka utan við Patreksfjörð.

og óhætt er að segja að þeir hafi lent heldur betur í mokveiði,

því þegar byrjað var að draga þá var ljóst að það stefndi í ansi stóran túr,

þegar búið var að draga alla þessa 19 þúsund króka þá var lestin orðinn kjaftfull af fiski, og nokkur kör á dekki líka full af fiski,

Báturinn kom til Ólafvíkur drekkhlaðinn og uppúr bátnum vigtaði alls 34,5 tonn

og því var steinbitur um 31.3 tonn.

Þetta er ógurlegur afli og sagði Gylfi að steinbíturinn hefði farið á markað og var heildaraflaverðmætið um 3,5 til 4 milljónir króna fyrir þennan risatúr

þess má geta að þessi róður er stærsti einstaki róðurinn sem hefur fengist á þennan bát 2400,

ef þetta er reiknað yfir á bala þá er þettaum 767 kíló á bala og það er ekkert annað enn mokveiði og það enginn smá mokveiði.


Tryggvi Eðvarð SH mynd Reynir SVeinsson