Molinergutt 15 metra bátur með fullfermi af síld,2018
Þá er list yfir norsku uppsjávarskipin kominn og eins og sést þegar að listinn er skoðaður þá eru bátarnir sem t.d stunda síldveiðar af öllum stærðum
ansi margir bátar eru á þessum veiðum sem eru undir 15 metra langir
einn af þeim er Molinergutt R-20-K . þessi bátur er 14,99 metra langur. 5,9 metra breiður og er smíðaður árið 2012 . um borð í honum er 525 hestafla vél.
hann kom um daginn með fullfermi af síld til Fosnavaag Pelagic AS sem er í Fosnavaag í Noregi
Eins og sést þá er ansi mikið í bátnum því uppúr honum komu alls 60,3 tonn af síld
Hérna að neðan eru myndir af honum. með fullfermi og tóman
Mynd Kristoffer Nærö Ytterland
Molinergutt tómur Mynd Björn Vidar Solstad