Mummi BA 21, dragnót og háspenna

Lítið um að vera núna enda jólahátiðin í gangi,


svona áður enn við höldum áfram.  þá myndi mér  þykja vænt um ef þið gætuð tjáð ykkur um framtíð Aflafretta


Förum á Hnjót
Ætla að fara með ykkur í smá ferðalag aftur í tíman og skoða bát sem á sér nokkuð merkilega sögu,

á Byggðasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn í Patreksfirði eru tveir bátar sem eiga sér langa sögu í útgerð frá Patreksfirði og Tálknafirði,

Annar þeirra heitir Mummi BA 21, og var smíðaður árið 1935.  Þessi bátur var 18 tonna eikarbátur og var einn af fáum bátum 

með svokölluðu Kútterlagi.

Mummi BA 21
Mummi BA 21, var smíðaður á Ísafirði árið 1935 og hét fyrst Mummi ÍS 35. var með þessu nafni og númerið til 1950 þegar að báturinn

var seldur til Siglufjarðar og hét þar Mummi SI 51.  hann var þar aðeins í 3 ár, og var síðan seldur til Patreksfjarðar og þar fékk

hann Mummi BA 21 árið 1953.   báturinn var gerður út alveg fram á sumar 1990 og landaði þá að mestu á Patreksfirði

og Tálknafirði, alls 37 ára útgerðarsaga bátsins undir BA stöfunum.  

Báturinn var gerður út á Færi, línu og dragnót.  

ÁRið 1963, 
Ætla að fara með ykkur 58 ár aftur í tímann og sýna ykkur árið 1963.

þá hóf Mummi BA línuveiðar í apríl og stundaði þær veiðar fram í lok maí, fékk alls 109 tonn í 35 róðrum eða 3,1 tonn í róðri,

í júní árið 1963 þá fór báturinn á dragnót og landaði þá 17 tonn í 6 róðrum,

Júlí var nokkuð góður því þá landaði báturinn 48 tonnum í 20 róðrum eða  2,4 tonn í róðri.  þarna var mest um kola og þorsk

ÁGúst var þá stærsti mánuðurinn því þá landaði báturinn 68 tonnum í 20 rórðum eða 3,4 tonn í róðri, og stærsta löndun 

bátsins í ágúst var 9,6 tonn, sem er nú fullfermi hjá bátnum,

Mummi BA 21 stundaði dragnótaveiðar fram í byrjun október en þá hætti hann veiðum 

alls var því ársafli Mumma BA árið 1963 því 273 tonn í 93 róðrum eða 2,9 tonn í róðri.

Spólum núna fram til ársins 1990.  

Þá var útgerð bátsins hætt og búið að leggja bátnum, enn vegna merkilegrar sögu bátsins um byggingarlag bátsins

og líka það að báturinn var einn sá fyrsti íslandi sem var smíðaður eftir íslenski teikningu að þá var ákveðið að færa

bátinn á byggðasafnið á Hnjóti.  Báturinn hafði staðið uppá landi síðan um haustið 1989 og í mars árið 1990

þegar allt var frosið þá var ákveðið að draga Mumma BA á íS yfir til Byggðasafnins.

voru notaðar hjólaskófla og veghefill til að draga bátinn, enn ekki vildi svo betur til enn þegar að verið var að draga bátin að háspennulínu 

að mastrið á Mumma BA rekst uppí háspennulínuna og þeir sem voru í tækjunum sáu að það gneista  í toggálga Mumma BA sem 

og í brú bátsins.  

Ólafur Ágúst Pálsson var við stjórn á hjólaskóflunni og hann stökk út úr vélinni, enn hann hafði myndavél með sér og hún var á gólfinu 

í vélinni og hann ætlaði að taka hana og fékk feikna rafstuð þegar hann tók um hana.  

í vegheflinum þá var Gunnar Óli Björnsson og hann beið í heflinum þangað til að náðist samband við Ingimund Andrésson 

rafveitustjóra og hann tók rafmagnið af línunni og gat því lestin haldið áfram.  vegna þess hversu mikil ís var þarna þá 

bjargaði það miklu, enn kjölur Mumma BA hitnaði svo mikið að hann bræddi allan ísinn undir bátnum og kringum hann.

og núna stendur Mummi BA við hliðina á Skúla Hjartarsyni BA á Hnjóti, enn fyrir þá sem ekki vita hvar Hnjótur er þá 

er þetta á leiðinni útá Látrabjarg, og ansi fallegt að keyra þangað.


Mummi BA mynd Leifur Heiðar Bjarnason
,

Mummi BA mynd Gunnar Óli Björnsson sem var á hjólaskóflunni