Mundi Sæm SF á humarveiðum árið 2005

Núna síðustu ár þá hefur enginn humarveiði verið hérna við Ísland og þegar að humarveiðin 

var í gangi þá voru humarbátarnir, eða réttara sagt humartogarnir, mjög fáir sem á veiðum voru

það þarf ekki að fara nema um 20 ár aftur í tímann til þess að sjá að humarveiðin var þá mjög góð og
bátarnir voru töluvert fleiri enn voru á humarveiðum núna síðast

og  þá voru margir bátar á þessum veiðum og þeir voru nú ekki allir beint stórir

einn af þeim bátum sem var á humarveiðum var einn af litlu bátunum sem á humar voru

þessi bátur er ennþá til árið 2024, en hann heitir Vonin KE og er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar, 

sem er Sandgerðingur og skólabróðir minn, ( minn er ég Gísli Reynisson  hehe)

Árið er 2005 sem við erum að skoða og nokkuð merkilegt að sjá hvernig Mundi Sæm SF réri þetta ár 2005
báturinn var langminnsti báturinn sem réri á humar árið 2005, og það er kanski merkilegast við það
er að bátuirnn var einn þremur á landinu öllu sem hófu humarveiðar 
og það var í mars árið 2005
hinir voru Jón á Hofi ÁR og Hafnarey SF

báðir þeir bátar voru margfalt stærri enn Mundi Sæm SF. 
og  líka er annað mjög merkilegt við þennan litla bát. að það er flest allir humarbátarnir hættu veiðum 
snemma í september 2005, nema tveir bátar
Erlingur SF og Mundi Sæm SF , en Erlingur SF var margfalt stærri enn Mundi Sæm SF

Munda Sæm SF gekk nokkuð vel á humrinum og var t.d með í apríl 9,1 tonn af humri í 3 róðrum 

í september þá var mikil flakk á bátnum 

Hann byrjaði að landa í Þorlákshöfn, kom þá þar með 1,1 tonn af humri og 3,8 tonn af fiski

tveim dögum síðan kom báturinn til Vestmannaeyja með 926 kg af humri og 1,6 tonn af fiski

þremur dögum síðar kom bátuirnn aftur til Þorlákshafnar með 2 tonn af humri og 2,3 tonn af fiski


Um miðjan september kom báturinn til Grindavíkur með 108 kg af humri og 1,8 tonn af fiski

og endaði síðan í heimahöfn sinni Hornafirði með 228 kg af humri og 300 kg af fiski

Mundi Sæm SF var með um 26 tonn af humri þessa vertíð 2005, sem er ansi gott á ekki stærri báti.

en báturinn er um 26 tonn af stærð og 16 metra langur





en litli báturinn Mundi Sæm SF hélt áfram humarveiðum og var á humri mest allan september




Mundi Sæm SF mynd Sverrir Aðalsteinsson