Myndasyrpa af Stormi HF ,,2017
Nýi Stormur HF er glæsilegur bátur og virkilega vel heppnaður bátur alveg sérhannaður sem línu bátur,
Eins og greint hefur verið frá hérna á Aflafrettir.is þá tók smíði bátsins um 2 ár og allur kvótinn sem átti að fara á bátinn um 1300 tonn er núna hýstur á Birtu KE sem að útgerðarfyrirtækið Stormur ehf á.
Eins og sakir standa núna þá er ólíkegt að þessi nýi bátur fari nokkurn tíman á veiðar við Íslandsstrendur því að eigendur útgerðarfélagsins hafa ákveðið að selja fyrirtækið allan kvótann og bátinn sjálfan,
Ég fékk mér smá bíltúr og kíkti um borð í bátinn. Reyndar ekki inn í hann sjálfan.
Athygli vekur að frammastrið er svona svert því að í því eru útblásturrör fyrir vélarnar sem eru um borð. enn alls eru 3 Cat vélar hver um 630 hestafla sem knýja 1000 hestafla rafmótor sem knýr skipið áfram,
Glæsilegt skip og er ástæða að óska útgerð til hamingju með glæsilegan bát, þótt nokkuð dapurt sé að hann skuli ekki vera gerður út,
Hérna að neða eru nokkrar myndir sem ég tók af bátnum
Myndir Gísli Reynisson