Myndlausi báturinn ekki lengur myndalaus ,2017

Núna  í júlí á listanum bátar að 8 BT þá hefur þar verið bátur á toppnum sem heitir Onni HU.  það sem er merkilegt við þetta er að enginn mynd er til af þessum báti og er þetta frekar sjaldgjæft að ekki sé til mynd af báti sem er í toppsætinu,


Enn af sama skapi má segja að það sé ansi vel gert af nýjum báti að ná að vera aflahæstur báta að 8 bt í júlí.  

Onni HU er gerður út af útgerðarfélaginu Stekkur ehf sem er skráð til heimils á Blönduósi.  

Núna í júlí þá er þessi bátur sem var myndalaus búinn að fiska um 27 tonn í 11 róðrum og mest 3,1 tonn í róðri,

Ég hef oft sagt að Aflafrettir eiga bestu lesendur sem nokkur fjölmiðill getur státað af og þetta með Onna HU er gott dæmi um það.

það barst nefnilega skilaboð til mín frá Theodóri Erlingssyni og hvað haldiði þið.  jú myndir af Onna HU taka ís á Tálknafirði.

já þannig að loksins er þessi bátur sem er að gera ansi góða hluti á listanum bátar að 8 BT í júlí kominn á mynd og ég bara stend við það sem ég hef sagt
AFlafrettir eiga bestu lesendur sem nokkur fjölmiðill á .

Bestu þakkir Theódór fyrir þessar myndir





Onni HU Myndir Theodór Erlingsson