Nær Sigurborg SH eitt þúsund tonnum??,2016
Núna var nýjasti rækjulistinn kominn á síðuna og eins og undanfarin ár þá er Sigurborg SH aflahæstur bátanna. núna var Sigurborg SH að skríða yfir 800 tonna afla frá 1.janúar,
árið 2015 þá komst Sigurborg SH ekki yfir 1 þúsund tonnin af rækju , var nokkuð langt frá því með um 770 tonna afla,
enginn rækjubátur á möguleika í að ná Sigurborgu SH þótt að Vestri BA sé kominn í annað sætið.
og því er bara spennandi að sjá og spyrja sig af því,
mun Sigurborg SH ná eitt þúsund tonna rækjuafla árið 2016. þeir náði því árið 2014.
núna eru sirka 2 og hálfur mánuður eftir af árinu sem veiðarnar eru stundaðar og þeir á Sigurborgu SH þurfa að ná í 200 tonn í viðbót á þessum tíma þegar að rælkjuveiðar eru frekar litlar.
Við skulum bara sjá hvernig þeim gengur að ná í þessi 200 tonn.
ég veit að áhöfnin á Sigurborgu SH les þetta og því segi ég bara við þá.
Gangi ykkur vel strákar.
Sigurborg SH Mynd Maggi Soffa