Nesfiskur með kauptilboð í 2 báta,2018
það er mikið að gerast í endurnýjun á fiskiskipum hérna á landinu. ný uppsjávarskip. nýir frystitogarar, nýir ísfiskstogarar
og núna er verið að smíða nýja 29 metra togveiðibáta .
Eitt af þeim fyrirtækjum sem er að láta smíða fyrir sig nýjan togveiði bát er Skinney Þinganes ehf á Hornafirði,
Mun það fyrirtæki fá tvo togveiði báta auk þess sem að þeir munu líka fá endurnýjana Skinney SF og Þórir SF en verið var að lengja þá í Póllandi,
Samhliða þessu þá mun fyrirtæki selja frá sér báta,
Nesfiskur í Garðinum hefur gert kauptilboð í 2 af þeirra bátum,
Hvanney SF
Neta og dragnótabátinn Hvanney SF mun koma í staðin fyrir Sigurfara GK. Sigurfari GK er í ansi góður standi, en það sem fæst með því að skipta Sigurfara GK út fyrir
Hvanney SF er að stærra millidekk er í Hvanney SF og líka er lestin stærri,
Segja má að Hvanney SF sé þá að nokkur kominn heim aftur því að Hvanney SF hét fyrst Happasæll KE og var þá gerður út bæði á net og dragnót,
Steinunn SF
Hinn báturinn sem Nesfiskur hefur gert kauptilboð í er togbáturinn Steinunn SF,
Steinunn SF hefur undanfarin ár verið langaflahæsti togveiði báturinn á landinu og á báturinn smá tengingu við Suðurnesin, eða nánar tiltekið Sandgerði
því að einn af skipstjórunum sem hefur verið á Steinunni SF er Sævar Ólafsson Sandgerðingur,
Ekki er búið að ákveða nafn á togveiðibátinn en hann er viðbót í flota Nesfisks.
Hvanney SF mynd Siddi ÁRna,
Steinunn SF mynd Björn Gunnar Rafnsson