Netabátar á lager,,2017
Útgerð netabáta á Suðurnesjunum er ekki nema svipur á sjón miðað við hvernig þetta var á árum áður . Allir netabátar bæði í Sandgerði og í Grindavík eru horfnir.
Eftir stendur þá að útfrá Njarðvík er eftir eina löndunarhöfnin þar sem að netabátar eru að landa. og þar er Erling KE sem reyndar kemur til Sandgerðis líka og bátarnir hans Hólmsgríms. þessi rauðu. Þar er í flotanuim einn af elstu stálbátunum á íslandi. Maron GK. sömuleiðis er þarna Grímsnes GK
Hólmgrímur átti líka Steina Sigvalda GK enn sá bátur brann í Þorlákshöfn núna í enda mai á þessu ári og skemmdist það mikið að hann endaði í brotajárni. En Hólmgrímur á báta á lager og þá var bara næsti bátur tekinn í slipp og hann málaður í rauða litnum sem einkennir bátanna hans. En þessi bátur er margfalt minni enn Steini Sigvalda GK. nefnielga plastbáturinn Halldór Afi GK 222 sem er 20 tonna plastbátur.
hefur hann hafið róðra og þegar þetta er skrifað landað um 5 tonnum í 2 róðrum núna. í sjómannaverkfallinu sem var í vetur þá var þessi sami bátur gerður út og fiskaði hann um 90 tonn þá á meðan verkfallið stóð
Bátarnir hans Hólmgríms. Mynd Gísli Reynisson