Netabátar í febrúar árið 1980


Núna er stutt í að febrúar á árinu 2025 klárist, og eins og sést hefur á netalistanum á síðunni 

þá er veiðin hjá bátunum vægast sagt mjög góð en bátarnir sem stunda netaveiðar eru mjög fáir.

Það eru 23 bátar á netum núna í febrúar 

og af því eru aðeins 9 stórir netabátar,

þetta er mikil breytingt frá því sem áður var, og ég ætla að fara með ykkur í smá ferðalag

45 ár aftur í timann og skoða febrúar árið 1980.

hérna er listi yfir 40 aflahæstu netabátanna í febrúar árið 1980, og til að bera þetta betur saman þá er hægt að horfa á hversu

margir bátar voru á netum í febrúar árið 1980

núna árið 2025 þá eru bátarnir 23 á netum

í febrúar árið 1980, þá voru bátarnir alls 219 sem voru á netum, 

þetta er gríðarlega mikill fjöldi af bátum og gríðarlegur fjöldi af netum sem var þá í sjó

ÞEssi bátar lönduðu alls rúmum 19 þúsund tonnum af netafiski í febrúar árið 1980.

Það voru þrír bátar sem yfir 300 tonna afla náðu í febrúar árið 1980, og þar af voru tveir bátar frá Patreksfirði, 

og sá sem var aflahæstur er bátur sem á sér mjög merkilega sögu, en hann liggur núna í fjörunni í Skápadal í Patreksfirði,.

þetta var Garðar BA 64, en hann var hæstur þarna með 366 tonna afla í 14 róðrum.

Rétt er að benda á Gunnar SU sem er í sæti númer 12, en hann réri frá Reyðarfirði, og var aðeins með 7 landanir

enn þessi bátur stundaði útilegu á netum og er því með mjög stóra landanir.

Allir bátarnir á þessum lista eru það yfir 100 tonn af stærð

nema einn bátur og er það báturinn sem er í sæti númer 29 og heitir Vatnsnes KE, þessi bátur

er eini báturinn á þessum lista sem er undir 100 tonnum af stærð, en þessi bátur var 58 tonn af stærð

kanksi kemur ekki á óvart að Vatsnes KE sé eini báturinn undir 100 tonnum á þessum lista

því báturinn var í eigu mikils netaskipstjóra, sem hét Oddur Sæmundsson og var hann jafnframt skipstjóri á bátnum.

en hann var lengi þekktur fyrir fengsælt sína á báti sem hét Stafnes KE

Garðar BA mynd Frank Vígberg Snær Lúðvígsson


Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
1 60 Garðar BA 64 365.6 14 37.9 Patreksfjörður
2 91 Helga RE 49 336.4 21 24.6 Reykjavík
3 239 Vestri BA 63 322.6 13 27.3 Patreksfjörður
4 253 Hamar SH 224 296.5 16 24.5 Rif
5 1135 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 289.1 11 52.6 Vestmannaeyjar
6 1067 Jón á Hofi ÁR 62 252.5 11 41.2 Þorlákshöfn
7 11 Sandafell GK 82 250.0 13 28.6 Keflavík
8 1014 Arney KE 50 249.8 11 32.6 Sandgerði
9 1084 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 245.3 14 18.6 Þorlákshöfn
10 1063 Kópur GK 175 244.2 14 24.3 Grindavík
11 83 Birgir BA 3 244.0 11 32.6 Patreksfjörður
12 73 Gunnar SU 139 240.7 7 54.9 Reyðarfjörður
13 189 Valdimar Sveinsson VE 22 233.1 18 24.3 Vestmannaeyjar
14 1067 Jóhann Gíslasson ÁR 42 226.7 11 31.6 Þorlákshöfn
15 249 Höfrungur III ÁR 250 221.1 11 24.6 Þorlákshöfn
16 1335 Sigurður Þorleifsson GK 256 220.9 12 23.4 Grindavík
17 234 Arnar ÁR 55 216.2 11 30.1 Þorlákshöfn
18 1042 Vörður ÞH 4 216.2 12 24.9 Grindavík
19 191 Skúmur GK 22 215.6 12 22.6 Grindavík
20 88 Geirfugl GK 66 210.5 12 23.4 Grindavík
21 126 Garðey SF 22 208.4 14 21.4 Hornafjörður
22 1009 Þuríður Halldórsdóttir GK 94 206.6 14 20.6 Vogar
23 120 Höfrungur II GK 27 205.8 12 19.8 Grindavík
24 171 Jóhannes Gunnar GK 268 204.2 12 21.3 Grindavík
25 44 Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 203.5 4 54.9 Þorlákshöfn
26 67 Hafberg GK 377 201.7 13 24.6 Grindavík
27 76 Frigg BA 4 198.2 8 51.1 Bíldudal
28 1039 Gjafar VE 600 192.6 11 24.1 Vestmannaeyjar
29 327 Vatnsnes KE 30 192.4 22 18.7 Keflavík
30 1036 Brimnes SH 257 182.9 18 15.6 Rif
31 1095 Hópsnes GK 77 181.9 13 19.7 Grindavík
32 78 Haffari SH 275 181.6 9 28.7 Grundarfjörður
33 201 Jón Þórðarsson BA 180 179.8 10 27.3 Bíldudal
34 217 Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 171.8 11 23.5 Vestmannaeyjar
35 250 Ísleifur IV ÁR 463 169.9 16 17.9 Þorlákshöfn
36 245 Dofri BA 25 169.8 11 23.6 Patreksfjörður
37 1028 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 168.7 11 18.7 Grindavík
38 244 Glófaxi VE 300 167.3 16 19.8 Vestmannaeyjar
39 93 Hrafn Sveinbjarnarsosn II GK 10 166.4 8 24.3 Grindavík
40 1143 Gissur ÁR 6 161.6 16 17.9 Þorlákshöfn
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss