Netabátar í febrúar árið 1980
Núna er stutt í að febrúar á árinu 2025 klárist, og eins og sést hefur á netalistanum á síðunni
þá er veiðin hjá bátunum vægast sagt mjög góð en bátarnir sem stunda netaveiðar eru mjög fáir.
Það eru 23 bátar á netum núna í febrúar
og af því eru aðeins 9 stórir netabátar,
þetta er mikil breytingt frá því sem áður var, og ég ætla að fara með ykkur í smá ferðalag
45 ár aftur í timann og skoða febrúar árið 1980.
hérna er listi yfir 40 aflahæstu netabátanna í febrúar árið 1980, og til að bera þetta betur saman þá er hægt að horfa á hversu
margir bátar voru á netum í febrúar árið 1980
núna árið 2025 þá eru bátarnir 23 á netum
í febrúar árið 1980, þá voru bátarnir alls 219 sem voru á netum,
þetta er gríðarlega mikill fjöldi af bátum og gríðarlegur fjöldi af netum sem var þá í sjó
ÞEssi bátar lönduðu alls rúmum 19 þúsund tonnum af netafiski í febrúar árið 1980.
Það voru þrír bátar sem yfir 300 tonna afla náðu í febrúar árið 1980, og þar af voru tveir bátar frá Patreksfirði,
og sá sem var aflahæstur er bátur sem á sér mjög merkilega sögu, en hann liggur núna í fjörunni í Skápadal í Patreksfirði,.
þetta var Garðar BA 64, en hann var hæstur þarna með 366 tonna afla í 14 róðrum.
Rétt er að benda á Gunnar SU sem er í sæti númer 12, en hann réri frá Reyðarfirði, og var aðeins með 7 landanir
enn þessi bátur stundaði útilegu á netum og er því með mjög stóra landanir.
Allir bátarnir á þessum lista eru það yfir 100 tonn af stærð
nema einn bátur og er það báturinn sem er í sæti númer 29 og heitir Vatnsnes KE, þessi bátur
er eini báturinn á þessum lista sem er undir 100 tonnum af stærð, en þessi bátur var 58 tonn af stærð
kanksi kemur ekki á óvart að Vatsnes KE sé eini báturinn undir 100 tonnum á þessum lista
því báturinn var í eigu mikils netaskipstjóra, sem hét Oddur Sæmundsson og var hann jafnframt skipstjóri á bátnum.
en hann var lengi þekktur fyrir fengsælt sína á báti sem hét Stafnes KE

Garðar BA mynd Frank Vígberg Snær Lúðvígsson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
1 | 60 | Garðar BA 64 | 365.6 | 14 | 37.9 | Patreksfjörður |
2 | 91 | Helga RE 49 | 336.4 | 21 | 24.6 | Reykjavík |
3 | 239 | Vestri BA 63 | 322.6 | 13 | 27.3 | Patreksfjörður |
4 | 253 | Hamar SH 224 | 296.5 | 16 | 24.5 | Rif |
5 | 1135 | Þórunn Sveinsdóttir VE 401 | 289.1 | 11 | 52.6 | Vestmannaeyjar |
6 | 1067 | Jón á Hofi ÁR 62 | 252.5 | 11 | 41.2 | Þorlákshöfn |
7 | 11 | Sandafell GK 82 | 250.0 | 13 | 28.6 | Keflavík |
8 | 1014 | Arney KE 50 | 249.8 | 11 | 32.6 | Sandgerði |
9 | 1084 | Friðrik Sigurðsson ÁR 17 | 245.3 | 14 | 18.6 | Þorlákshöfn |
10 | 1063 | Kópur GK 175 | 244.2 | 14 | 24.3 | Grindavík |
11 | 83 | Birgir BA 3 | 244.0 | 11 | 32.6 | Patreksfjörður |
12 | 73 | Gunnar SU 139 | 240.7 | 7 | 54.9 | Reyðarfjörður |
13 | 189 | Valdimar Sveinsson VE 22 | 233.1 | 18 | 24.3 | Vestmannaeyjar |
14 | 1067 | Jóhann Gíslasson ÁR 42 | 226.7 | 11 | 31.6 | Þorlákshöfn |
15 | 249 | Höfrungur III ÁR 250 | 221.1 | 11 | 24.6 | Þorlákshöfn |
16 | 1335 | Sigurður Þorleifsson GK 256 | 220.9 | 12 | 23.4 | Grindavík |
17 | 234 | Arnar ÁR 55 | 216.2 | 11 | 30.1 | Þorlákshöfn |
18 | 1042 | Vörður ÞH 4 | 216.2 | 12 | 24.9 | Grindavík |
19 | 191 | Skúmur GK 22 | 215.6 | 12 | 22.6 | Grindavík |
20 | 88 | Geirfugl GK 66 | 210.5 | 12 | 23.4 | Grindavík |
21 | 126 | Garðey SF 22 | 208.4 | 14 | 21.4 | Hornafjörður |
22 | 1009 | Þuríður Halldórsdóttir GK 94 | 206.6 | 14 | 20.6 | Vogar |
23 | 120 | Höfrungur II GK 27 | 205.8 | 12 | 19.8 | Grindavík |
24 | 171 | Jóhannes Gunnar GK 268 | 204.2 | 12 | 21.3 | Grindavík |
25 | 44 | Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 | 203.5 | 4 | 54.9 | Þorlákshöfn |
26 | 67 | Hafberg GK 377 | 201.7 | 13 | 24.6 | Grindavík |
27 | 76 | Frigg BA 4 | 198.2 | 8 | 51.1 | Bíldudal |
28 | 1039 | Gjafar VE 600 | 192.6 | 11 | 24.1 | Vestmannaeyjar |
29 | 327 | Vatnsnes KE 30 | 192.4 | 22 | 18.7 | Keflavík |
30 | 1036 | Brimnes SH 257 | 182.9 | 18 | 15.6 | Rif |
31 | 1095 | Hópsnes GK 77 | 181.9 | 13 | 19.7 | Grindavík |
32 | 78 | Haffari SH 275 | 181.6 | 9 | 28.7 | Grundarfjörður |
33 | 201 | Jón Þórðarsson BA 180 | 179.8 | 10 | 27.3 | Bíldudal |
34 | 217 | Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 | 171.8 | 11 | 23.5 | Vestmannaeyjar |
35 | 250 | Ísleifur IV ÁR 463 | 169.9 | 16 | 17.9 | Þorlákshöfn |
36 | 245 | Dofri BA 25 | 169.8 | 11 | 23.6 | Patreksfjörður |
37 | 1028 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 | 168.7 | 11 | 18.7 | Grindavík |
38 | 244 | Glófaxi VE 300 | 167.3 | 16 | 19.8 | Vestmannaeyjar |
39 | 93 | Hrafn Sveinbjarnarsosn II GK 10 | 166.4 | 8 | 24.3 | Grindavík |
40 | 1143 | Gissur ÁR 6 | 161.6 | 16 | 17.9 | Þorlákshöfn |
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss