Netabátar í Janúar.2025.nr.6

Listi númer 1


eins og með dragnótabátanna þá er þetta staðan áður enn 8.febrúar kom inn, 

fáir netabátar á veiðum, en þó hefur Bárður SH náð að fara í 6 róðra, 

en þegar að áttin er svona suðvestanstæð þá er smá skjól norðan meginn við Snæfellsnesið

og það hafa þeir nýtt sér áhöfnin á Bárði SH, enda báturinn kominn með 162 tonn í 6 róðrum 

merkilegt en það eru aðeins 8 bátar á þessum fyrsta lista

en þeir skiptast jafn á milli landshluta

fjórir bátar eru á Snæfellsnesinu, 

og hinir fjórir eru á Norðurlandinu þar sem að Sæþór EA er hæstur af norðanbátunum 


Sæþór EA mynd Þorgeir Baldursson





Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli Höfn
1
Bárður SH 81 162.5 6 39.1 Rif
2
Þórsnes SH 109 49.1 2 49.1 Stykkishólmur
3
Jökull ÞH 299 24.7 1 24.7 Grundarfjörður
4
Ólafur Bjarnason SH 137 13.7 2 7.2 Ólafsvík
5
Sæþór EA 101 3.0 1 3.0 Dalvík
6
Björn Hólmsteinsson ÞH  1.7 2 1.0 Raufarhöfn
7
Þorleifur EA 88 1.7 2 1.5 Grímsey
8
Björn EA 220 1.3 2 0.7 Grímsey

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss