Netabátar í júlí.2024.nr.1

Listi númer 1


Ekki margir bátar á netaveiðum en það vekur athygli að allir netabátarnir sem hafa landað afla

núna það sem af er júlí eru allir á norðurlandinu.

þrír grálúðunetabátar, og síðan þrír bátar í Grímsey og Kaldi SK sem er á Sauðárkróki

en Kaldi SK er að veiða kola með netum, en það er nokkuð löng hefð fyrir því að 

netabátar eða netabátur frá Sauðárkróki veiði kola í net yfir sumarið. 


Kaldi SK mynd Vigfús Markússon



Sæti Sæti áður Nafn Afli Landanir Mest Höfn
1
Kristrún RE 177 189.3 1 189.3 Reykjavík
2
Þórsnes SH 109 122.9 1 122.9 Akureyri
3
Jökull ÞH 299 73.6 1 73.6 Húsavík
4
Þorleifur EA 88 30.8 9 5.2 Grímsey
5
Sæbjörg EA 184 25.0 8 6.6 Grímsey
6
Björn EA 220 1.3 2 0.8 Grímsey
7
Kaldi SK 121 0.9 3 0.5 Sauðárkrókur