Netabátar í júlí.nr.3.2024

Listi númer 3

Lokalistinn

mjög fáir bátar voru á netaveiðum í júlí, þeir voru fimm,, reyndar 6 ef Særún EA er líka talinn með enn hún var líka á færum 

Allir þessir fáu netabátar voru allir á Norðurlandinu

Mokveiði var hjá Kristrúnu RE á grálúðunetum

og kom báturinn með 341 tonn í einni löndun og er þetta stærsta löndun bátsins frá því núverandi Kristrún RE kom til landsins

enda var báturinn með yfir 500 tonna afla í júlí, reyndar er þetta aflai sem er veiddur í júní og júlí

því fyrsta löndun  bátsins var snemma í júní.

Þorleifur EA var hæstur af netabátunum sem ekki voru á grálúðunveiðum,


Kristrún RE mynd Gísli Reynisson 



Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli Höfn
1
Kristrún RE 177 530.6 2 341.3 Reykjavík
2
Þórsnes SH 109 122.9 1 122.9 Akureyri
3
Jökull ÞH 299 73.6 1 73.6 Húsavík
4
Þorleifur EA 88 43.6 15 5.2 Grímsey
5
Sæbjörg EA 184 25.0 8 6.6 Grímsey
6
Sæþór EA 101 19.0 6 5.8 Dalvík
7
Kaldi SK 121 5.7 13 0.7 Sauðárkrókur
8
Björn EA 220 1.3 2 0.8 Grímsey
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso