Netabátar í verkfallinu í apríl árið 2001
að í apríl árið 2001 þá var sjómannaverkfall í gangi, og einungis bátar undir 12 metrum máttu þá veiða
og bátar þar sem eigendur bátanna voru skráði um borð
og það voru nú þónokkrir bátar sem náðu að veiða í apríl árið 2001, og netabátarnir nutu góðs af því
þeir bátar sem réru, veiddu mjög vel, og mokveiði var oft hjá þeim
16 bátar
Hérna að neðan má sjá aflann hjá hæstu netabátunum í apríl árið 2001, og 16 bátar náðu yfir 100 tonna afla
og af þessum 16 bátum þá eru aðeins fjórir bátar sem voru yfir 100 tonn af stærð
Bervík SH, Magnús SH, Sandvíkingur ÁR og Sæfaxi VE
Reginn HF og Nökkvi ÁR voru þeir bátar sem oftast réru, Reginn HF með 25 róðra og Nökkvi ÁR með 24
3 frá Arnarstapa
Flestir bátanna í apríl árið 2001 voru að róa frá Þorlákshöfn, og það voru líka þrír bátar í Arnarstapa
og nei Bárður SH var ekki hæstur þar, heldur Hrólfur AK, sem endaði reyndar sem fjórði hæsti netabáturinn í apríl
Siggi Magg GK
en það var Siggi Magg GK sem var aflahæstur, og hann var á veiðum fyrir Hólmgrím, og það var annar bátur líka
á veiðum fyrir Hólmgrím , en það var Maron GK sem er í sæti númer 17.
ÞEss má geta að báturinn Siggi Magg GK átti sér mjög langa og fengsæla aflasögu á Íslandi
því að hann hét Reynir í mörg ár, bæði AK, VE og GK

Siggi Magg GK mynd Ómar Davíð Ólafsson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
1 | 733 | Siggi Magg GK 355 | 158.3 | 17 | 18.5 | Grindavík |
2 | 259 | Bervík SH-143 | 137.4 | 7 | 46.9 | Þorlákshöfn |
3 | 1264 | Magnús SH 205 | 129.2 | 18 | 14.1 | Rif |
4 | 1959 | Hrólfur AK-29 | 126.1 | 22 | 10.9 | Arnarstapi |
5 | 1873 | Askur GK 65 | 124.6 | 20 | 15.9 | Þorlákshöfn |
6 | 1258 | Byr VE 373 | 122.7 | 10 | 28.4 | Vestmannaeyjar |
7 | 1811 | Mýrafell ÍS 123 | 118.6 | 17 | 12.6 | Grindavík |
8 | 1829 | Máni ÁR 70 | 118.2 | 21 | 18.1 | Þorlákshöfn |
9 | 647 | Reginn HF-228 | 114.1 | 25 | 12.9 | þorlákshöfn |
10 | 2014 | Nökkvi ÁR 101 | 112.2 | 24 | 8.6 | Þorlákshöfn |
11 | 243 | Sæfaxi VE 30 | 104.1 | 9 | 28.6 | Vestmannaeyjar |
12 | 1546 | Særós RE 207 | 103.1 | 21 | 16.1 | Þorlákshöfn |
13 | 1631 | Mundi Sæm SF-1 | 102.1 | 13 | 15.4 | Hornafjörður |
14 | 1621 | Ásþór ÁR 16 | 101.1 | 19 | 14.6 | Þorlákshöfn |
15 | 1954 | Bárður SH 81 | 100.7 | 23 | 9.2 | Arnarstapi |
16 | 1053 | Bára ÍS 364 | 100.6 | 15 | 13.1 | Þorlákshöfn |
17 | 2093 | Maron GK 522 | 98.6 | 18 | 14.5 | Grindavík |
18 | 1143 | Sæberg BA 24 | 94.6 | 10 | 13.1 | Þorlákshöfn |
19 | 1246 | Egill SH 195 | 93.7 | 12 | 16.5 | Ólafsvík |
20 | 137 | Sandvíkingur ÁR-14 | 91.9 | 15 | 10.5 | Þorlákshöfn |
21 | 1254 | Arnar RE 400 | 91.6 | 21 | 10.5 | Vestmannaeyjar |
22 | 1315 | Eydís ÁR-26 | 88.7 | 23 | 10.3 | Þorlákshöfn |
23 | 582 | Guðmundur Jensson SH-717 | 87.1 | 14 | 9.2 | Ólafsvík |
24 | 2076 | Keilir AK 27 | 84.9 | 22 | 10.2 | Arnarstapi |
25 | 297 | Gullfaxi GK 14 | 80.4 | 15 | 15.4 | Grindavík |
26 | 1969 | Hafsvala HF 107 | 79.3 | 23 | 6.1 | Grindavík |
27 | 2099 | Íslandsbersi HF 13 | 75.3 | 20 | 8.9 | Þorlákshöfn |
28 | 1468 | Hrímnir ÁR 51 | 75.1 | 16 | 11.1 | Þorlákshöfn |
29 | 2068 | Gullfari HF 290 | 74.3 | 22 | 12.5 | Grindavík |
30 | 1173 | Dritvík SH 412 | 71.5 | 13 | 10.2 | Þorlákshöfn |
31 | 1103 | Bjarmi VE 66 | 67.3 | 10 | 12.6 | Vestmannaeyjar |
32 | 2497 | Portland VE-97 | 59.5 | 20 | 5.1 | Vestmannaeyjar |
33 | 239 | Örvar SH 777 | 54.9 | 7 | 12.6 | Rif |
34 | 892 | Haförn VE 21 | 52.5 | 8 | 10.2 | Vestmannaeyjar |
35 | 1175 | Sigurbjörg ST 55 | 42.8 | 17 | 6.9 | Þorlákshöfn |
36 | 1357 | Níels Jónsson EA 106 | 42.1 | 19 | 5.1 | Árskógsandur |