Netarall árið 2020.

Þá er netarallið 2020 hafið og eru alls 5 bátar í rallinu,


Sigurður Ólafsson SF er með svæði frá Meðallandsbugt að Hvítingum fyrir austan  og hefur báturinn landað 36 tonn í 2 rórðum núna í apríl

Friðrik Sigurðsson ÁR er með 2 svæði.  alla leið frá Reykjanesi og að Skeiðarárdjúpi.  ansi stórt svæði sem hann er með.

í Apríl þá  hefur báturinn landað alls 43,5 tonn  í 3 róðrum,

Saxhamar SH er með Faxaflóa og að Reykjanesi. og hefur meðal annars verið að kanna hrygningarslóðir á netamiðunum sem bátarnir frá Sandgerði hafa verið á

og landað þónokkru magni í Sandgerði.  heildaraflinn hjá honum í april er kominn í 175 tonn í 7 róðrum,

Magnús SH er í Breiðarfirðinum og hefur fiskað  mest af þeim bátum sem eru í rallinu

og hefur Magnús SH landað alls 241 tonn í 7 róðrum,

Norðurlandið.  nýr bátur þar í rallinu.

Síðan er það norðurlandið.  en undanfarin ár þá hefur Þorleifur EA séð um norðurlandið en núna í ár þá var breytingt ár.

í útboðinu um báta í Netarallið árið 2020 þá buðu þrjár útgerðir í verkefnið.  Þorleifur EA,  Hafborg EA og Geir ÞH.

Hvernig virkar útboðið.
Útboðið virkar þannig að útgerðina bjóða prósentutölu af aflaverðmæti á fiskmarkaði.  t.d ef útgerð býður 80% þá fær hafró 20% og útgerðin 80 %.

gert er samt upp við áhöfnina miðað við 100% sölu á fiskmarkaði. .  ríkið skaffar kvótann í rallið.

núna bar það svo til að útgerðin sem gerir út Geir ÞH bauð lægst en það munaði þó ekki miklu á þeim og hinum tveimur bátunum,

Geir ÞH er semsé í fyrsta skipti í netarallinu fyrir norðurlandinu og hefur landað 67,2 tonní 4 rórðum og það er 4 höfnum.

Þórshöfn.  Dalvík, Sauðárkróki og Hólmavík.


Geir ÞH að landa á Hólmavík.  Mynd Halldór Kristján Ragnarsson