Netarallið árið 2018
Orðið Rall er nú kanski frekar þannig að maður sér myndir af bílum aka eins hratt og þeir komast til þess að ná besta tíma og vinna hina og þessa keppni,
enn þeir hjá Hafró, nota þetta orð Rall í allt annari meiningu. Togararallið og núna netarallið sem er að hefjast. enginn að sigla um eins hratt og þeir komast og enginn að reyna að vinna neitt,
núna verða alls 6 bátar í netarallinu.
frá Hornafirði er Þórir SF og hefur hann nú þegar landað tvisvar alls um 110 tonnum og þar af 67 tonn í einni löndun,
frá Þorlákshöfn er Friðrik Sigurðson ÁR og hefur hann landað 33 tonnum í einni löndun, landað i´Vestmannaeyjum
frá Keflavík er Erling KE og er þetta í fyrsta skipti sem að Erling KE er í netarallinu. hefur hann landað 39 tonnum í einni löndun í Þorlákshöfn,
frá Rifi koma tveir bátar,
Saxhamar SH hefur landað þrisvar alls 98,5 tonnum,
Magnús SH hefur landað 65 tonn í 2 róðrum,
og á norðurlandinu er Þorleifur EA og hefur hann landað á Skagaströnd 18 tonnum í einni löndun,
Friðrik Sigurðsson AR mynd Sverrir Aðalsteinsson