Netaskógurinn í mars 1982. 136 netabátar, 3 bæir
Núna er hávertíð í gangi, allavega samkvæmt gömlu og góðu dagatali. í gegnum áratugina þá var helsta veiðarfærið á vertíðum net, og aftur net.
netabátar sem stunda veiðar núna á þessari vertíð eru mjög fáir, með smábátunum eru þeir rétt um 40 talsins,
þetta er ansi litið sérstaklega ef horft er á allt landið.
förum aðeins í smá ferðalag.
136 netabátar , mars 1982
Mars mánuðurárið 1982. 35 ár aftur í tímann,
þá var mjög mikið um netabáta á veiðum. og flestir á veiðum á svipuðum slóðum,
þá voru stærstu netabæirnir. Þorlákshöfn, Grindavík og Vestmannaeyjar.
og það var enginn smá fjöldi af bátum sem réri á netum þennan mars mánuð árið 1982,
í Þorlákshöfn voru þeir 56
Grindavík 45
Vestmannaeyjum alls 35 bátar.
yfir 29 þúsund tonn
Samtals lönduðu þessir bátar 29 þúsund tonnum þar sem að mestu var landað í Grindavík 11360 tonnum.
Þennan afla fengu bátarnir í 2487 róðrum og var því meðalaflinn um 11,7 tonn sem er nú ansi gott.
best var í Grindavík enda voru þar flestir stóru bátanna. 252 tonn á bát og 13,6 tonn í róðri að meðaltali,
Vestmannaeyjum 244 tonn á bát og 11,6 tonn í róðri
Þorlákshöfn 165 tonn á bát og 10,1 tonn í róðri.
Ef bátarnir eru skoðaðir þá var enginn bátur í Þorlákshöfn ( netabátur ) sem yfri 400 tonnin fór. Arnar ÁR var aflahæstur með 396 tonní 23 róðrum
Í Grindavík var Vörður ÞH hæstur með 420 tonn í 22 róðrum og reyndar voru það fjórir bátar í Grindavík sem yfir 400 tonnin komust í mars 1982,
Tveir bátar í Vestmannaeyjum fóru yfir 400 tonnin og var Suðurey VE aflahæstur með 410 tonní 23 rórðum og mest 42 tonn í róðri,
Netaskógur!
Enn þetta leiðir hugann af því. hvað voru eiginlega mörg net í sjó þennan mánuð.
já þetta er pæling og erfitt að sirka það út. Ef við gefum okkur að hver bátur hafi verið með 8 trossur og í hverri trossu hafi verið 10 net. alls 180 net.
þá eru þetta um 450 þúsund net sem voru í sjó í mars árið 1982.
Vörður ÞH mynd Tryggvi Sigurðsson