Netaveiðar á Jóa á Nesi SH. 1983


Er ennþá að skrifa niður aflatölur frá árinu 1983 og er núna í Ólafsvík.  þeim mikla útgerðarbæ,.

Á þessum tíma þá voru mjög margir bátar gerðir út frá Ólafsvík og flest allir stunduðu þessar hefðbundnu veiðar.

Lína, net, troll, dragnót.  Þó voru nokkrir bátar sem voru t.d á netum allt árið,

 Jói á Nesi SH
einn af þeim bátum sem var á netum allt árið 1983 var báturinn Jói á Nesi SH sem að Pétur F Karlsson , Sigurður p Jónsson og Finnur Pétursson áttu og gerðu út,

þessi bátur var ekki stór aðeins 58 tonn enn hann fiskaði feikilega vel á netunum ,

 ÁGúst
Það sem mesta athygli vekur er mjög góður netaafli bátsins í ágúst,  já ágúst.  . ágúst er kanksi ekki mánuður sem manni dettur í hug þegar horft er á netaafla bátanna.  

en Jói á Nesi SH gerði sér lítið fyrir og landaði anns 183 tonnum í 22 róðrum í ágúst eða 8,3 tonn í róðri

Eins og sést hérna að neðan þá var aflinn ansi góður og nokkrir róðranna voru yfir 10 tonnin,

Besta vikan var vikuna 14 til 20 ágúst því þá landaði báturinn 61 tonni í 6 róðrum ,

Dagur afli
6 16,6
7 6,4
8 10,6
9 6,8
10 6,9
11 6,1
12 6,6
13 6,6
15 10,1
16 15,1
17 8,2
18 6,1
19 11,4
20 9,7
22 13,2
23 6,0
24 5,6
25 9,8
29 7,6
30 6,2
31 7,5

Jói á Nesi SH mynd Pétur  F Karlsson

fyrst við erum farin að skoða netaveiðarnar hjá bátnum þá verðum við að líta á mars mánuðinn 1983 sem var ansi góður hjá bátnum 

Þá landaði báturinn 220,5 tonnum í  24 róðrum eða 9,2 tonn í róðri,

besta vikan var vikan 20 til 26 mars en þá landaði báturinn 57,2 tonn í 6 róðrum 




dag afli
1 1,6
3 1,7
4 5,7
5 3,5
7 10,4
8 2,9
9 9,0
10 14,6
11 13,4
13 4,9
14 14,7
15 6,1
16 2,0
17 1,3
18 15,7
19 8,1
21 18,7
22 6,7
23 13,3
24 12,9
25 6,7
26 9,9
28 19,6
29 17,0