Netaveiðar á Núp BA,1983
Núpur BA er nafn á báti sem svo til allir sjómenn á landinu þekkja mjög vel. þessi fallegi rauði bátur hefur verið gerður út á Íslandi síðan hann kom til landsins árið 1981. Alla sína tíð þá hefur báturinn heitið Núpur, og lengst af Núpur BA , var um tíma reyndar Núpur ÞH.
núna síðstu árin þá hefur báturinn einungis verið gerður út á línu, enn fyrstu árin eftir að báturinn kom til landsins þá var Núpur BA líka gerður út á net,
og vertíðina 1983 þá var Núpur BA að róa á netum alla vertíðina, og landaði þá á Tálknafirði og lagði upp hjá Þórsbergi hf þar í bæ
Vertíðin 1983 var eins og oft hefur komið fram hérna í pistlum um þessa vertíð, að hún var ekkert sérstök.
heildarveiðin hjá Núp BA á vertíðinni 1983 var alls 546 tonn í 54 róðrum eða um 10 tonn í róðri,
langmestur hluti aflans fékkst í mars og við skulum kíkja aðeins á það.
Hérna að neðan er tafla yfir aflann hjá Núp BA í mars 1983, og alls landaði báturinn 270,7 tonnum í 18 róðrum eða 15 tonn í róðri,
Ef við skoðum vikurnar þá var vikan 6 til 12 mars nokkuð góð, þá landaði báturinn 89,3 tonnum í 6 róðrum eða 14,9 tonn í róðri,
næsta vika þar á eftir 13 til 19 var stutt enn feikilega góð, þá landaði báturinn 74 tonnum í aðeins 3 róðrum eða 24,6 tonn í róðri og mest
36,8 tonn,
| dagur | afli |
| 4 | 8.6 |
| 5 | 12.8 |
| 6 | 12.8 |
| 7 | 6.5 |
| 9 | 27.3 |
| 10 | 28.5 |
| 11 | 7.6 |
| 12 | 6.6 |
| 15 | 36.8 |
| 17 | 22.2 |
| 19 | 14.9 |
| 21 | 4.2 |
| 24 | 20.3 |
| 25 | 12.5 |
| 26 | 13.0 |
| 27 | 11.6 |
| 29 | 16.5 |
| 30 | 8.2 |

Núpur BA mynd Jakop Ólafsson