Njáll HU aftur " heim".

Gylfi Sigurðsson fótboltamaður er að gera það ansi gott í fótboltanum,


hann og faðir hans Sigurður Aðalsteinsson reka saman fiskvinnslu í Sandgerði og hefur sá rekstur gengið ansi vel,

þeir gera út bátinn Óla G GK, ásamt Guðrúnu GK og eiga líka Alla GK sem að Stakkavík ehf hefur tekið á leigu,

núna er að bætast í flotann hjá þeim.

því þeir hafa tekið á leigu Njál HU, og munu gera hann út á dragnót frá Sandgerði,

Sigurður er ekki óvanur að gera út dragnótabát þaðan, því hann hefur t.d gert út Margréti HF,  Kristbjörgu HF og Guðrúnu HF sem hét lengst af Guðfinnur KE 



Njáll HU er mjög þekktur bátur í Sandgerði því hann réri frá Sandgerði svo til öll árin sem hann hét Njáll RE og var þá áhöfnin að mestu skipuð 

Sandgerðingum.  t.d var Hjörtur Jóhannesson skipstjóri á bátnum í hátt í 30 ár.

Hjörtur mun reyndar ekki vera með Njál núna.  

en segja má að Njáll sé kominn aftur " heim"


Njáll RE mynd Fannar Sigurbjörnsson