Njáll RE fyrir 34 árum síðan,1981
Ég hef alltaf gaman af því að fara yfir gamlar aflatölur og ég vona að þið hafið jafn gaman af því að lesa þær eins og ég hef að skrifa þær.
Ég ætla að halda áfram að kíkja á báta sem réru í Apríl árið 1981.
Þessi bátur sem við skoðum núna heitir Njáll RE 275. Undanfarin ár þá hefur Njáll RE einungis stundað dragnótaveiðar, enn þarna árið 1981, þá var báturinn á línu, netum og færum. og þarna í apríl árið 1981 þá var báturinn á netum og landaði í Þorlákshöfn og var aflanum ekið til Hafnarfjarðar þar sem hann var unin í Sjólastöðinni sem gerði bátinn út, og gerir í raun ennþá .
Njáll RE sem ég ætla að kíkja á, er nokkuð merkilegur vegna þess að árið 1981 þá var hann ekki nema um eins árs gamall og mældist þá um 24 tonn. Búið er að breyta bátnum mikið þessi 34 ár sem báturinn hefur verið gerður út, t.d breikka, lengja, hækka yfirbyggingar og skipta um aðalvél.
Lítum aðeins á hvernig Njálnum RE gekk á netum í apríl árið 1981,
Vika 1. sem nær frá 1 til 4 apríl
Þá landaði Njáll RE 17,7 tonnum í 3 róðrum, og var síðasta löndunin nokkuð góð eða 10,6 tonn.
Vika 2. sem nær frá 5 til 11 apríl.
Njáll RE fór í fjóra róðra og landaði 34,6 tonnum eða 8,7 tonn í róðri sem er ansi gott.
af þessum fjórum róðrum þá voru þrír þeirra í kringum 11 tonnin hver róður.
Vika 3 sem er frá 12 til 18 apríl .
Þarna var lítið róið vegna þess að 16 og 17 voru frídagar.
Samtals fór Njáll RE í aðeins tvo róðra og landaði 14,7 tonnum og af því var stærri lönduninn 10,3 tonn,
Vika 4. sem nær frá 19 til 25 apríl.
Hérna var aflinn nokkuð góður, og fór Njáll RE í fjóra róðra og landaði 45,5 tonnum eða 11,4 tonn í róðri sem er ansi gott,
Stærsti róðurinn var nokkuð góður eða 16 tonn.
Vika 5 sem nær frá 26 til 30 apríl,
Þar fór Njáll RE aftur í fjóra róðra og landaði 40,9 tonnum eða um 10,2 tonn í róðri,
Þar var ein ansi stór löndun uppá 17,1 tonn miðað við að þarna var Njáll aðeins 24 tonn þá má leiða af því líkum að þessi 17 tonna róður hafi verð fullfermi hjá Njálnum,
Samtals var því Njáll RE með 153,2 tonn í 17 róðrum eða rum 9 tonn í róðri sem er ansi gott.
Njáll RE óbreyttur, mynd sjólihf