Njáll RE seldur og kominn með nýtt útlit

Síðan árið 1980 þá hefur Njáll RE 275 verður gerðut út að mestu frá Sandgerði.  


Njáll RE stundaði að mestu dragnótaveiðar en var líka á netum og síld, en landaði þá t.d á Ólafsfirði.

báturinn var gerður út alveg til ársins 2019 þegar að hann var seldur, en hefur síðan þá ekki mikið róið

Var orðið hálfgert reiðileysi á bátnum og útlit bátsins orðið frekar dapurt

öll þessi ár sem að báturinn hefur verið gerður út þá var hann blár á litinn enn núna hefur það heldur betur breyst

kominn fallegur rauður litur á bátinn og búið að selja hann til Breiðdalsvíkur,

Kaupandinn er Gullrún ehf en það fyrirtæki á meðal annars Ella P SU og  Áka í Brekku SU 

Nýja nafn bátsins er Silfurborg SU 22 og er planið að báturinn muni hefja veiðar fljótlega.

ÞEss má geta að þetta er annar stálbáturinn sem að Gullrún ehf kaupir, en haustið 2020 þá 

keypti fyrirtækið bátinn Goðaborg SU sem hafði verið þjónustubátur við fiskeldið í Djúpavogi, 

enn þar á undan hafði sá bátur heitið t.d Sæljón GK og Sæmundur HF


Silfurborg SU mynd Gísli Reynisson 


Njáll RE mynd Arnbjörn Eiríksson