Njáll RE seldur,2019

Þetta er búið að liggja  nokkuð lengi í loftinu að Njáll RE yrði seldur,


Síðast landaði Njáll RE í sandgerði  í lok desember árið 2017.

Útgerðarsaga Njáls RE er orðin nokkuð löng og var báturinn skipaður áhöfn frá Sandgerði í vel yfir 20 ár.  t.d var Hjörtur Jóhannsson skipstjóri á bátnum í hátt í 25 ár,

Njáll RE var smíðaður árið 1980 í Hafnarfirði í fyrirtæki sem hét Bátalón,  nokkuð margir bátar voru smíðaðir þar og nokkrir systurbátar Njáls RE.  t.d báturinn sem í dag er  Eiður ÍS ,

Báðir bátarnir eru svo til samskonar, nema að vélin í Eiði ÍS er frammí en í Njál RE er hún afturí.

Sá mikli aflaskipstjóri Eggert Gíslason lét smíða bátinn og var meðal annars skipstjóri á bátnum t.d á netaveiðum og síldveiðum,

NJáll RE stundaði nefnilega síldveiðar í reknet á árunum 1981 til 1984 og t.d árið 1981 þá landaði Njáll RE á Ólafsfirði um 75 tonnum af síld og árið eftir þá þá landaði Njáll RE um 170 tonnum af síld sem að mestu var landað í Sandgerði 

þarf af um 30 tonnum á Ólafsfirði,

Nú hefur báturinn verið seldur til Ólafsfjarðar. allavega er hann skráður þar,

kaupandinn er SKarfaklettur ehf og eigandinn af Skarfakletti er Theodór K Erlingsson,

Hann er ekki óvanur svona útgerð því bróðir hans gerir út bátinn Onna HU sem hefur gert það ansi gott á dragnótinni fyrir norðan.

Theodór sagði að báturinn myndi hefja veiðar  eftir páska.  

Báturin fór í slipp í Njarðvík þar sem hann var málaður og ÓF 257 var sett á bátinn,

og það má geta þess að Hjörtur fyrrum skipstjóri silgdi bátnum frá Sandgerði til Njarðvíkur og var þetta síðasta sigling hans með Njál RE 









Njáll ÓF myndir Gísli Reynisson