Nordlys í Noregi með hátt í 1400 kr í meðalverð árið 2025

Hérna á Íslandi er ekki mikið um það að veiddur sé krabbi


einungis einn bátur hefur eitthvað verið að veiða krabba

og er það Emilía AK frá Akranesi sem hefur verið að veiða grjótkrabba í Hvalfirði

aftur á móti í Noregi er töluvert veitt af krabba, og þetta er að mestu þrjár tegundi af krabba sem eru veidd

í Noregi,

það er Töskukrabbi, eða Taskekrabbe eins og það er á norsku, og er töluvert margir bátar á þeim veiðum í Noregi,.

árið 2025 voru hátt í 200 bátar í Noregi sem veiddu þannig krabba.

síðan er það Snjókrabbi sem er mestu veiddur af stórum bátum djúpt út frá Noregi, 

frekar fáir bátar veiða þann krabba.

og að lokum er það Kóngakrabbi, eða Kongekrabbe á Norsku.

í Noregi þá voru nokkrir bátar á þeim veiðum en einn bátur bar af varðandi afla

og er það Nordlys F-59-H.  þessi bátur er að róa með um 800 gildrur sem er um tífalt meira en næstu bátar.

enda var aflinn hjá bátnum árið 2025.  347 tonn og mest 13 tonn í einni löndun,

verð á þessum krabba er ansi gott, því að áætlað aflaverðmætið hjá Nordlys árið 2025 var hátt í 486 milljónir króna

og það gerir um 1400 krónur í meðalverð.  

til marks um hversu mikinn afla Nordlys landaði þá má nefna að báturinn sem 

var í öðru sæti í Noregi árið 2025 á eftir Nordlys, var með 65 tonna afla, og heitir sá bátur Birgerson VL-52-S

Nordlys Mynd Gunleif Westermann