Norski síldarbáturinn Scombrus R-1-H,2019
gríðarlega margir bátar eru gerðir út í Noregi,
og vegna reglugerðar þá eru t.d margir bátar ekki lengri enn 15 metra langir
og þeir bátar eru oft á tíðum ansi furðulegir útlits,
eins og báturinn Selma Dröfn sem mörgum finnst vanta aftari hlutann á.
mjög margir nýrri bátar í Noregi sem eru hámarkslengd upp að 15 metrum eða 14,99 eru þannig útbúnir að þeir geta stundað nótaveiðar
einn af þessum bátum er nótabáturinn Scombrus R-1-H
sá bátur er smíðaður árið 2014 og er 14,99 metra langur og 6,5 metra breiður.
um borð í honum er 600 hestafla aðalvél
Þessi bátur er að mestu gerður út á síldveiðar og er mjög nokkuð góðan kvóta í því miðað við stærð bátsins,
er með um eitt þúsund tonna síldarkvóta auk þess um 180 tonna makrílkvóta
það sem af er þessu ári þá hefur báturinn landað 713 tonnum af síld og 255 tonn af makríl,
auk þess smá slatta af þorski eða 73 tonn sem tekin var í dragnót
Fullfermi hjá bátnum er 100 tonn og núna síðustu daga þá hefur báturinn verið duglegur í að landa,
2 landanir í dag 30.nóvember
t.d í dag 30.nóvember þá hefur báturinn landað 65 tonnum í 2 róðruim. fyrri lönduin var 40 tonn klukkan 00:05 og kom síðan með 25 tonn
klukkan 6 í morgun,
4 landanir í gær 29.nóv
í gær 29.nóvember þá landaði báturinn í fjögur skipti
alls 200 tonnum. og landaði klukkan 02:32 07:54. 15:59 og síðan 19:45
Scombrus mynd Paul Moar
Scombrus Mync Paul Misje
Scombrus. mynd tekin 27.nóvember mynd Vidar larsen.