Norskir togarar árið 2017.

Listi  númer 1.


Þá ræsum við þennan lista sem ég var búinn að kynna fyrir ykkur með því að setja hérna á síðuna kynningu á þeim skipum sem planið er að fylgjast með allt árið 2017.

inní þessum lista verða nokkrir ísfiskstogarar og einn sá fyrsti til þess að koma á listann núna er Kasfjord sem var með 69 tonn í einni löndun.  

flest allir frystitogararnir sem eru með afla á listanum eru togarar sem voru að veiðum í Desember og var landað úr eftir áramótin,


Ef þið vitið um fleiri ísfiskstogara þá megið þið senda póst á gisli@aflafrettir.is


Kasfjord Mynd Bergtor Roald Opsett




Sæti Sæti áður Nafn afli landanir mest tegund
1
Gadus Neptun F-55-BD 975.5 1 975.4 Fryst
2
Hermes F-1-L 625.9 1 625.9 Fryst
3
Andenesfisk I N-100-A 570 1 570.1 Fryst
4
Arctic Swan F-25-A 393.2 1 393.7 Fryst
5
Gadus Njord N-124-VV 390.6 1 390.5 Fryst
6
Vesttind N-30-H 289.8 1 289.7 Fryst
7
RypefjordF-38-H 284.8 1 284.8 Fryst
8
Gadus Poseidon F-4-BD 222.1 1 222.1 Fryst
9
Kongsfjord F-107-BD 85.1 1 85.1 Fryst
10
Kasfjord T-7-H 69.2 1 69.1 Ísfiskur