nr.10. Fróði ÁR árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

fyrsti báturinn í þessu er með sknr 10

árið 2001 þá hét báturinn Fróði ÁR og reyndar þá var báturinn með þessu nafni í hátt í 30 ár í Þorlákshöfn

Árið 2001 byrjaði hjá Fróða ÁR þegar hann fór á dragnót og var fyrsta löndun árið 2001 nokkuð góð eða rúm 50 tonn,

Vertíðin
vertíðaraflinn var 475,2 tonn í 13 róðrum eða 36,5 tonn í róðri,

Humarinn
Fróði ÁR fór á humarinn og gekk feikilega vel í fyrstu róðrunum því að í fyrstu þremur róðrunum þá landaði báturinn um 36 tonnum af humri í aðeins 3 róðrum 

Báturinn var á humri fram í lok júlí

landaði á þeim tíma 223 tonnum og var humar af því 100 tonn,

Haustið
um haustið þá fór báturinn á dragnót og landaði alls
221 tonnum í 13 róðrum 

alls var því aflinn hjá Fróða ÁR árið 2001

919 tonn og af því þá var humar 100 tonn


Fróði ÁR mynd Guðmundur St Valdimarsson