Nr.11.Freyr GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

bátur númer 2 í þessu var með skipaskrárnúmerið 11.

Árið 2001 þá hét báturinn Freyr GK 157 og var báturinn gerður út til ársins 2008 þegar hann var úrheltur,

Allt árið 2001 þá stundaði Freyr GK línuveiðar og var með beitningavél,

Vertíðin
 Hún var nokkuð góð og réri báturinn fram í byrjun apríl eins og allir aðrir enn sjómannaverkfall kom í byrjun apríl og var í gangi langt fram í maí.

Vertíðaraflinn var 849,2 tonn í aðeins 13 róðrum eða 65 tonn í róðri.  mokveiði var í febrúar og fór aflinn hjá Freyr GK yfir 400 tonnin bara í febrúar, og mest 91,2 tonn í einni löndun ,

Sumarið

Línuveiðin gekk nokkuð vel hjá Freyr GK um sumarið og landaði báturinn alls 603,5 tonnum í 10 róðrum og mest 86,2 tonn í einni löndun,

Haustið

Um haustið þá var báturinn að veiðum við austurlandið og landaði að mestu á Djúpavogi enn að auki í Grindavík.

aflinn 825,7 tonn í 14 róðrum ,

Heildin,

Veiðin hjá bátnum árið 2001 var ansi góð 

heildaraflinn 2278,6 tonn í 37 róðrum eða 61,5 tonn í róðri,



Freyr GK Mynd Tryggvi Sigurðsson