nr.1579, Guðbjörg ÍS og Gnúpur GK

Held að það sé alveg óhætt að segja að togarnir sem hétu Guðbjörg ÍS hafi verið togarar sem allir 


vissu hverjir voru.  sérstaklega skipið með skipaskrárnúmerið 1579.  En sú Guðbjörg ÍS var feikilegt aflaskip

og togarinn var síðan seldur til Grindavíkur og fékk þar nafnið Gnúpur GK .

Núna í haust þá hef ég verið að vinna í gera sögu togarans, og má segja að sagan tengist 

Hrönn HF sem átti Guðbjörgu ÍS.  Þorbirni ehf sem átti Gnúp og nöfnin Gnúpur GK og Guðbjörg ÍS .

Sömuleiðis þá fór stór hluti af vinnunni að taka saman allar aflatölur um skipið og kemur fram í ritinu hversum miklum afla skipið landaði 

Þorbjörn ehf í Grindavík var styrktaraðili að þessu verkefni og færi ég þeim bestu þakkir fyrir það.

Ritið er enginn doðrantur.  aðeins 19 blaðsíður, enda er þetta byggt upp öðruvísi enn t.d Sagan um Ásbjörn RE sem var um 120 blaðsíður 

Þetta er þar með rit númer 2 sem fjallar um einstakan togara.

Rit númer 1 var um Ásbjörn RE, og var það mun þykkara og stærra.  þetta rit er mun minna enn fer meira í söguna og

jú aftast er svo tafla með aflanum á skipinu per mánuð, og síðan er heildaraflatalan. enn togarinn hefur veitt

vel yfir 200 þúsund tonn af fiski.  

Frá og með þessum pósti þá verður ritið um Guðbjörg ÍS og Gnúp GK til sölu á 3000 kr, 

og hægt er að panta þetta rit t.d með því að senda skilaboð á Gísli Reynisson á facebook. senda skilaboð á aflafrettir á facebook

senda póst á gisli@aflafrettir.is eða í síma 6635575