Nr.72.Kristinn Lárusson GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Næsti bátur var númer 72.  og var gerður út frá Sandgerði allt árið 2001 og hét þá Kristinn Lárusson GK

Báturinn stundaði línuveiðar með beitningavél og var gerður út frá Sanderði í  um 5 ár,

Vertíðin,

 eins og alla hina bátanna útaf sjómannaverkafallinu þá réri Kristinn Lárusson GK einungis til loka mars,

landaði alls 328 tonnum og var febrúar besti mánuðurinn eða 148 tonn í 3 róðrum og mest 52,3 tonn í róðri,

 Sumar
Báturinn fór á grálúðuveiðar í júní og landaði 20,2 tonnum í 2 róðrum ,

Júlí var ansi góður og landaði bátuirnn 207 tonní 5 róðrum og mest 47 tonn í einni löndun,

Heildaraflinn um sumarið var um 327 tonn

Haustið,

 Báturinn landaði öllum afla sínuim i Sandgerði og var haustið nokkuð gott.  aflinn var alls 634 tonn og þar af var aflinn í október 193 tonn í 5 róðrum ,

Heildaraflinn hjá bátnuim árið 2001 var því 1288 tonn í 38 róðrum eða 34 tonn í róðri,


Kristinn Lárusson GK Mynd Hafþór Hreiðarsson