Nr.76.Njarðvík GK 275, árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Næsti bátur er númer 6 sem e´g skrifa um og er þessi bátur með númerið 76.  og hét árið 2001.  Njarðvík GK 275.

Þessi bátur var búinn að vera með marga eigendur frá því hann var smíðaður árið 1959 og mörg nöfn.  

Þetta ár 2001 var eiginlega síðasta árið sem báturinn var eitthvað gerður út af viti.  hann var eitthvað smá gerður út eftir það þar til að honum var lagt 2008. og sendur í brotajárn,

báturinn sökk í norðursjó þegar hann var á leiðinni í brotajárn,

 Vertíðin
 Hún var ekkert sérstök hjá bátnum.  aflin alls 244,2 tonn í 13 róðrum allt á llínu,

Reyndar þá landaði báturinn öllum línuafla sínum í janúar og febrúar í gáma, samtals um 131 tonn.

Sumarið
 Báturinn hélt áfram að vera á línu og var veiðin þokkaleg yfir sumarið,

aflinn alls 300,7 tonní 13 róðrum 

Haustið.
 ekki var nú báturinn lengi gerður út um haustið.

báturinn hætti veiðum snemma í október og landaði einungis um 69 tonnum 

Heildaraflinn hjá bátnuim þetta ár var 613 tonn í 29 róðrum 


Særún GK árið 2001 Njarðvík GK Mynd Tryggvi Sigurðsson