Núpur BA með metafla í febrúar.

Þá er þessi blessaði stutti febrúar mánuður búinn og eins og hefur komið fram hérna á Aflafrettir þá var tíðin mjög erfið enn þá daga sem gaf á sjóinn þá var mokveiði,


einn flokkur báta gat með nokkru móti verið á veiðum stóran hluta af febrúar og voru það stóru línubátarnir.

Þeir eru nú reydnar ekki margir aðeins um 10 talsins.  

Núpur BA 
Minnsti báturinn í þeim flokki og jafnframt sá bátur sem er elstur af línubátunum, gagnvart því að stunda línuveiðar hérna við land

er Núpur BA frá Patreksfirði

Núpur BA á sér ansi langa sögu í útgerð frá Patreksfirði og hefur útgerð bátsins alla tíð gengið mjög vel.

 Jonni skipstjóri og metaflinn
Þar um borð hefur Jón Bessi Árnason verið skipstjóri í 23 ár , eða Jonni eins og hann er kallaður .

Það vakti ansi mikla athygli þegar að lokalistinn fyrir línubátanna kom í febrúar því að í þriðja sætinu yfir allt landið var , já Núpur BA frá Patreksfirði,

og með engan smá afla eða 465 tonn í 8 löndunum eða sem svarar um 58 tonn í einni löndun,

Þessi afli Núps BA er sá mesti að báturinn hefur náð á einum mánuði sem línubátur.

Jonni sagði í samtali við Aflafrettir að þeir voru , að veiðum í Grunnkantinum, látragrunni og útá Fláka .  

Jonni hefur eins og áður segir verið skipstjóri á Núpi BA í 23 ár og sagði hann að hann hefði aldrei lent í svona mikilli veiði áður þrátt fyrir endalausar brælur

og greinilegt að mikið magn af fiski er á miðunum. 

36300 krókar
Um borð í Núpi BA er 36300 krókar sem er mun minna enn t.d í Vísisbátunum sem eru með um 45000 króka.  

Túrarnir á Núpi BA eru líka mun stytti eða lengst 3 dagar og veiðin í febrúar var feikilega góð

sem dæmi má nefna að í róður númer 4 þá kom báturinn með 63 tonn í land eftir aðeins 2 lagnir og það reiknast með um 496 kg á bala, sem er nú bara mok

Þessar brælur höfðu mikil áhrif á veiðarnar og t.d má nefna að Núpur BA fór út 9.febrúar og lagði þá aðeins 1 og hálfa lögn eða um 54450 króka sem reiknast sem um 130 balar

báturinn kom í land með 49 tonn og það reiknast því sem 377 kg á bala sem er feikilega gott.

Nánar þá var þessi róður þannig að fyrst fengust 28,6 tonn á eina lögn sem gerir um  332 kg á bala

enn á þessa hálfa lögn fengust alls 20,4 tonn og það gerir um 474 kg á bala og það er bara mok.

Fullfermi hjá Núpi BA er um 80 tonn og stærsta löndunin í febrúar var 80,2 tonn og sagði Jonni að allt þetta var í körum,  enn hægt væri að troða aðeins meira í bátinn með því að setja í blóðgunarkör á dekki.

Nú steinbíturinn að aukast hjá bátunum fyrir vestan og sagði Jonni að Patrekur BA myndi taka hann í dragnót, enn hann aftur á móti myndi bara fara dýpra út til að eltast við þorskinn,

Covid í janúar.
Það má bæta við að í Janúar þá réri báturinn aðeins til 19.janúar, enn þá kom upp covid í áhöfn bátsins og var báturinn stopp til 31.janúar.

þrátt fyrir covid þá náði áhöfn Núps að hala upp 246 tonnum í 5 róðrum í janúar.

Þeir fiska sem róa og Jonni og áhöfn hans á Núpi BA sannaði svo sannarlega í febrúar með sínum metafla og þriðja sætið yfir ísland hjá línubátunum .


Núpur BA mynd Sigurður Viggósson