Ný Engey RE. númer 3.,2017

Núna er í gangi mikil endurnýjunarhrina af  íslenskum togurum.  og það er nú ekki langt í fyrsta togarann því að nýjasti ísfiskstogari fyrir HB Granda er svo til tilbúinn til afhendingar.


Sá togari heitir Engey RE 91.
hann er 54,75 metrar á lengd
13,5 metrar á breidd
í togaranum er aðalvélin frá MAN um 2500 hestöfl.  skrúfan er nokkuð stór eða 3,8 metrar  í þvermál.

útlitslega séð er togarinn mjög furðulegur en þetta er ný hönnun á stefni togarans enn þessi hönnun hefur verið notuð mikið í Noregi þar á dráttarbátunum og aðstoðarbátunum sem eru að þjónunsta olíuborpallanna,


Engey RE 91 Mynd Celiktrans.

Þessi engey RE er þriðja skipið sem fær þetta nafn og nokkuð merkilegt er að öll þessi þrjú skip sem hafa verið  með nafnið Engey RE eru allt mjög stór skip.

þó nýjasta Engey RE sé stór þá er hún samt lítil miðað við stærstu Engey RE.  sem í dag heitir Kristina EA.


Engey RE mynd Tryggvi Sigurðsson,

án efa er þekktasta Engey  RE togari sem í dag  við þekkjum betur undir nafninu Kleifaberg ÓF. því að sá togari hét fyrst Engey RE þegar hún var smíðuð og hélt því nafni í tæp 20 ár.

Engey RE 1.  Mynd Anna KRistjánsdóttir


Kleifaberg ÓF mynd Ísak   Þorsteins